Mímir - 01.06.2007, Qupperneq 21

Mímir - 01.06.2007, Qupperneq 21
vegar íyrst og fremst hafa það hlutverk að hjálpa þeim sem syrgja. Hér er sorgin í aðal- hlutverki og jafnvel mannlýsingin hefur þurft að víkja. Beinar mannlýsingar er sjaldan að finna í slíkum greinum en hins vegar er hinum látna oft lýst í gegnum minningar og sögur. Þá er einnig nokkuð um að sjálfhverfar minning- argreinar segi alls ekki neitt um persónu hins látna, eiginleika hans, atgervi, áhugamál eða störf, og það eina sem við fáum í raun að vita um einstaklinginn er að hann er dáinn og hans er saknað. Sorgartjáningin fer fram á opinber- um vettvangi og hér er einnig rætt opinskátt um dauðann en slíkt átti til að mynda lítið upp á pallborðið í ævisögulegu greinunum. Sendibréfsformið hefur verið gagnrýnt5 og lengi vel lagði Morgunblaðið blátt bann við því að hinn látni væri ávarpaður í minningargrein.6 I úrtaki mínu frá árunum 1966, 1976 og 1986 em engar slíkar greinar fyrir utan dágóðan kafla í grein frá 1966 þar sem skrifað er um ungan einstakling. Enn þann dag í dag virðist vera al- gengara að fólk grípi til sendibréfsformsins þegar sorgin er mikil, til dæmis þegar ung- menni eiga í hlut eða ef hinn látni er nákominn þeim sem skrifar. Eitt sinn þótti ekki viðeig- andi að þeir sem stæðu hinum látna næst skrif- uðu minningargrein. Þegar höfundar minn- ingargreina taka að brjóta þessar reglur og byrja að skrifa um sína nánustu er ekki að undra þótt minningargreinarnar verði ólíkar því sem áður þekktist. Þegar nýjustu greinarnar eru skoðaðar kemur í ljós að unga fólkið grípur langoftast til sendibréfsformsins enda skrifar unga fólkið 5 Steingerður Ólafsdóttir (2002:42) leggur til að Morgun- blaðið hætti að birta slíkar minnmgargreinar. 6 A minningargreinarsíðunum er að finna upplýsingar um birtingu minningar- og afmælisgreina. Þar var áður klausa þess efnis að ekki skyldi ávarpa hinn látna í minningargreinum. Arið 1993 voru þau tilmæli tek- in út úr upplýsingarammanum, að því er virðist vegna þrýstings frá almenningi sem vildi fá að skrifa slíkar greinar. yfirleitt aðeins um nána aðstandendur, svo sem afa og ömmur. A sama hátt og höfundar ævisögulegra minningargreina reyna að skrifa menn inn í samfélagssöguna skrifa höfundar þessara nýju greina menn inn í sögu sína. Kostir manneskj- unnar felast ekki lengur í þeim sporum sem hún markaði í samfélagið heldur í þeim sporum sem hún markaði í hjörtu þeirra sem syrgja hana. Sorg aðstandendanna verður mælikvarði á persónu hins látna. 3. Opinberun einkamálanna Mörkin milli þess sem telst vera einkamál og þess sem má deila með öðrum verða sífellt óljósari. I sjónvarpinu sjáum við óteljandi raun- veruleikaþætti sem sýna okkur brenglaða mynd af veruleikanum. Menn gifta sig í beinni út- sendingu, leita að maka í sjónvarpsþáttum og slcrifa dagbækur sínar á svokallaðar bloggsíður á veraldarvefnum. Á sama tíma eykst persónu- leg tjáning í minningargreinum. Höfundar minningargreina skrifa tilfinningarík sendibréf til látinna vina þar sem þeir lýsa tilfinningum sínum. Efni greinanna er einkamál og tjáning- in er persónuleg en samt teljast þær eiga fullt erindi við almenning. Hvers vegna? Arnar Árnason, Sigurjón Baldur Hafsteins- son og Tinna Grétarsdóttir (2003:275-276) hafa fært rök fyrir því að þróunina í átt til sjálf- hverfra minningargreina megi rekja til breyt- inga á viðhorfi fólks til dauða og sorgar. Á níunda áratugnum verða viss straumhvörf í um- ræðu um sorg og sorgarviðbrögð. Samtökin Ný dögun em stofnuð og umræða um sorg og missi verður opnari. Fólk er hvatt til þess að veita til- finningum sínum útrás, til dæmis með því að skrifa sig frá sorginni. Þetta smitast inn í minn- ingargreinarnar sem verða vettvangur útrásar- innar. Þá benda Arnar og félagar einnig á að vinsældir sendibréfsformsins megi tengja við 19 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.