Mímir - 01.06.2007, Qupperneq 26

Mímir - 01.06.2007, Qupperneq 26
ingu, og ekki bætir úr skák að notkun hugtaks- ins hefur verið á reiki, það gjarnan notað sem eins konar ruslakista, þar sem allt í samtím- anum er fellt að hugtakinu án þess að það sé almennilega skilgreint. Póstmódernisminn er uppreisn gegn kreddum módernismans og innan hans er allt leyfilegt og honum er ætlað að fást við samtímann eða mikilvæg einkenni liðandi stundar. Hann stendur fyrir fjölbreyti- leika og boðar einnig mikla afstæðishyggju og það sem sumir segja endalok nútímans.6 Sam- kvæmt póstmódernískri heimspeki endur- speglar þekking ekki raunveruleikann heldur skapar ferlið sem við förum í gegnum þegar við leitum þekkingar í raunveruleikanum. Raun- veruleikinn er því aðeins til innan tungumáls- ins. Niðurstaðan er sú að aðeins er til afstæður sannleikur, ekki hlutlægur. Allt er túlkað, af- byggt og uppbyggt á nýjan leik. Póstmódern- ismi er byggður á rústum, en er þó ekki rústirnar einar, því að í póstmódernisma er ekki síst verið að rannsaka heimsmyndir, landa- mæri eru þurrkuð út og nýjar tengingar og svæði verða til sem bjóða upp á þverfaglega vinnu. „Þannig hefur hugtakið „póstmódern- ismi“ iðulega vísað til víðtæks umræðuvett- vangs þar sem margt er í deiglu, fremur en afmarkaðra hugmynda og kenninga. I þessum víða skilningi hefur póstmódernismi átt ríkan þátt í að búa til nýjan uppdrátt af fræðaheimi okkar.“7 Nautnastuldur byggir á rústum gamallar heimsmyndar og gamalla hugmynda um sam- félagið í heild þegar ný og afstæð heimsmynd er að verða til. Ekkert er eins og það sýnist, ekki einu sinni mannskepnan sjálf sem ekki veit hvar öruggt er að drepa niður fæti. Þessar hugmynd- ir kristallast í Nautnastuldi Rúnars Helga þar sem hin póstmóderníska hugvera er sundur- greind í smæstu einingar og ekkert undanskilið, 6 Astráður Eysteinsson 2005. 7 Ástráður Eysteinsson 2005. hvort sem það eru leyndustu hugsanir hennar, kynlíf eða salernisferðir. Nýi karlmaðurinn Og þess vegna er karlmaðurinn nú annars flokks mannvera sem stöðugt verður að sanna sig fyrir konunni [...] Núna þarf hann bara að sýna að hann sé ekki aðeins mjúkur, heldur allra manna harðastur líka. (46) Á áttunda áratugnum stigu fram róttækar hreyfingar vinstrisinnaðra karla sem afneituðu yfirráðum karlmanna, kúgun kvenna og ann- arra minnihlutahópa. Þeir héldu því fram að völd karla yfir konum væru einnig slæm fyrir karlana sjálfa og aðgerða væri þörf af hálfu beggja kynja. Þessir róttæku karlar áttu það sameiginlegt með fylgismönnum svokallaðra karlmennskumeðferða8 að halda því fram að líf karla væru skemmd og þörfnuðust lagfæringa. En sá meginmunur var á hreyfingunum að rót- tæku karlmennirnir einblíndu á samfélagsleg- an ójöfnuð kynjanna, sérstaklega undirokun kvenna, og vom mjög áberandi þegar kom að baráttumálum kvenna.9 Hugmyndir um nýja manninn svokallaða spruttu síðan fram í kjölfar þessara umræðna og aðgerða. Afþreyingariðnaðurinn, fjölmiðlar og kvikmyndir tóku þessar hugmyndir upp á sína arma og drógu dár að hinum nýja karlmanni og meintum eiginleikum hans, t.d. leit hans að 8 Þeir sem aðhyllast sjónarmið karlmennskumeðferðar (e. masculinity therapy) einblína á einstaklinginn og samband hans við karlmennsku sína. Þetta sjónarmið byggist á eðlishyggju og þeirri trú að karlmennska komi frá djúpum, ómeðvituðum þáttum sem hafa ver- ið bældir. Mikil áhersla er lögð á ræktun hins sanna karleðlis og þess að eiga góðar fyrirmyndir eða hafa einhvern til að leiðbeina sér í átt að sannri karl- mennsku. Sjá nánar hjá Helgu Birgisdóttur 2005:10- 11. 9 Robert W. Connell 1995:220-224. 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.