Mímir - 01.06.2007, Síða 32

Mímir - 01.06.2007, Síða 32
um hveitibrauðsdagana tengjast kynlífi og lík- amanum og því finnur hann fyrir mikilli höfn- unartilfinningu þegar Aldís hættir að sofa hjá honum og finnur um leið til mikillar afbrýði- semi gagnvart öllum öðrum sem Aldís um- gengst. En Aldís segist ekki endalaust geta haft áhyggjur af því hvort Egill sé með skitu eða ekki og bendir Agli á að hún sé líka til, eleki bara hann (147). Það er sökum þessa sem les- andinn á bágt með að trúa því að Agli sé borg- ið í lok bókar, að hann eigi eftir að vera ham- ingjusamur það sem eftir er. Sérstaklega þar sem hann hugsar enn bara um sjálfan sig (226) og gæti „[...] þessi alltumlykjandi þelhlýja, þessi paradísarheimt...]“ (227) hæglega breyst í helvíti. Brotakennd og narkissísk sjálfsmynd Egils verður enn skýrari þegar kenningar sálgrein- andans Heinz Kohut eru hafðar í huga. Kohut er ósammála Freud að því leyti að hann telur narkissisma ekki aðeins vera eitt, neikvætt og frumstætt skref í þróunarferlinu sem beri að yfirvinna heldur sérstaka persónugerð. Sam- kvæmt Kohut getur narkissismanum fylgt hamingja og sjálfsálit takist hugverunni að full- nægja þeim kröfum sem hún gerir til sjálfrar sín. Þróist hann hins vegar neikvætt verður sjálfsmyndin óörugg, hugveran á erfitt með að tengjast öðrum tilfinningalega og kynferðislega og hallast oft að eins konar uppbót fyrir það samband sem hún á erfitt með að mynda.“7 Agli tekst engan veginn að standa undir þeim kröfum sem hann og samfélagið gera til hans, auk þess sem hann er í uppreisn gegn gildandi reglum feðraveldisins. Ástkonur hans standa heldur ekki undir þeim kröfum sem hann gerir til þeirra og því er hann fastur í sinni neikvæðu narkissísku kreppu, fangi líkama síns og ástar- þrár sem vonlaust virðist vera að vinna bug á, og sjálfsmyndin verður eftir því óstöðug, flæð- andi og leitandi. 27 Ragnhildur Bjarnadóttir 1992:244. Er Nautnastuldur þroskasaga? Orn Ólafsson túlkar Nautnastuld sem þroska- sögu: „Formlega minnir þetta á þroskasögur en í rauninni þroskast hann ekki lengst af, frekar hitt.“28 Af orðum Arnar má ráða að honum finnist Nautnastuldur ekki vera almennileg þroskasaga en það er ekki skrítið þar sem hin hefðbundna þroskasaga er frásögn af því hvern- ig sjálfið verður til. Samkvæmt hefðinni er þetta „sjálf‘ karlkyns og verður til þegar einstakling- urinn tekur upp þá heilsteyptu ímynd „karl- mannsins" eins og samfélagið hefur skilgreint hann. Þetta form þroskasögu hefur hins vegar farið halloka á undanförnum árum. Jón Yngvi Jóhannsson hefur fjallað um nolckrar karlasög- ur sem hann telur segja frá því hvernig karlar verða til, og ólíkt því sem áður var séu þeir ekki valdamiklir herrar heldur „einkennist sjálfs- mynd þeirra af óöryggi og skorti á haldfestu“.29 Þessa skilgreiningu á nútímakarlasögum má vel máta við Nautnastuld þar sem Egil beinlínis vantar sjálfsmynd en er um leið heltekinn af sjálfum sér og líkama sínum sem er í senn ná- lægur og fjarlægur, kunnuglegur og ókunnugur. Mikilvægt er að hafa í huga að í sálgrein- ingu nær föðurhugtakið ekki einungis yfir raun- verulegan föður heldur einnig hlutverk hans sem löggafa og valdhafa. Föðurhugtakið á því við um „þriðja aðila eða þátt (jafnvel tungumál og samfélag eða stöðu innan þeirra) sem kem- ur inn í hið tvíhliða samband móður og barns.“30 Völsinn er táknmynd lífsfyllingar, for- réttindastöðu og jákvæðra gilda sem einkenna karlmenn í feðraveldissamfélaginu.31 I Nautnastuldi er drykkjurúturinn Grímur handhafi hins symbólíska völsa og er því sá sem Egill þarf að samsama sig. Agli virðist ekki líka vel við föður sinn, hann líkir sambandi þeirra 28 Örn Ólafsson 1990:58. 29 Jón Yngvi Jóhannsson 1997:229. 30 Sveinn Yngvi Egilsson 1999:148. 31 Robert W. Connell 1995:20. 30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.