Mímir - 01.06.2007, Síða 37

Mímir - 01.06.2007, Síða 37
brandara snýst um eina aðalhugmynd þar sem slagyrðið er lokahnykkurinn; orðaleikurinn sem á sér stað milli tveggja merkinga í textan- um er meginþátturinn. Þess vegna missa þeir oft marks sé slagyrðinu breytt. Það verður að vera textabrot sem hægt er að túlka á að minnsta kosti tvo vegu. Ef hann er ekki marg- ræður eða of miklar útskýringar fylgja slagyrð- inu er hætta á að brandarinn hætti að vera fyndinn. Sem dæmi um þetta má skoða þenn- an brandara: (4) Kona kom hlaupandi inn í járnvöruverslun og sagði óðamála: „Eg ætla að kaupa músagildru — viltu vera fljótur að afgreiða mig — ég þarf að ná strætó.“ „Þar fór í verra,“ stundi afgreiðslumaðurinn, „ég er hræddur um að ég eigi þær ekki svo stórar.“ (Bestu barnabrandarnir — brjálaðjjör 1998:14) Hér er slagyrðið tvenns konar túlkun á merk- ingu setningarinnar \égpmfað nástrœtó]. Kon- an er að flýta sér svo að hún nái strætisvagn- inum en afgreiðslumaðurinn heldur að hún vilji fá svo stóra músagildru að hún geti fangað strætisvagn í hana. Hins vegar væri textinn alls ekkert fyndinn ef þessi ítarlega útskýring væri hluti af honum. Einnig myndi brandarinn falla um sjálfan sig ef konan hefði orðað setninguna öðruvísi, t.d. [égþarf að ná fari með strætó\. Auðsjáanlegt er að þekking lesanda á málinu verður að vera töluverð til að þessi leikur með túlkun og merkingu komist til skila og veki ein- hver viðbrögð hjá honum. Hann verður að gera sér grein fyrir því að orðið eða setningin í slag- yrðinu getur haft tvær eða fleiri merkingar. 2.2 Aðpýða brandara yfir á annað tungumál Grundvallarmunurinn á sögubröndurum og tungumálsbröndurum felst í því hvort hægt er að þýða þá auðveldlega á önnur tungumál. Oft er þessi þáttur eini möguleikinn sem getur gef- ið til kynna hvorum flokknum brandari tilheyrir. Hversu sundurlaus sem flokkur sögubrand- ara getur virst reynist vandkvæðalaust að þýða slíka brandara á önnur tungumál. Á þessari staðreynd byggja Attardo o.fl. (1994) einmitt aðferð til að prófa hvort brand- ari sé sögubrandari eða tungumálsbrandari. Þau telja að ef hægt sé að skipta út orðum eða breyta orðaröðinni í slagyrðinu án þess að brandarinn missi marks, þá sé fullvíst að brandarinn sé sögubrandari. Fyndni brandarans myndi því síð- ur en svo fara til spillis við þessar breytingar. Hins vegar væri hægt að taka dæmi um brandara sem ómögulegt er að þýða á önnur tungumál, sbr. (5), þar sem tvíræðni orðsins græjur er lykilatriði. Efni brandarans bendir til styttinga og uppnefna á þjóðernum. Það er einungis í þessu samhengi við orðið \Tæjur\ sem [græjur\ verður fyndið og tvírætt en að öllu jöfnu er það notað yfir hvers konar búnað eða dót: (5) „Ef Tælendingar eru kaUaðir Tæjur, eru Græn- lendingar þá kallaðir Græjur?“3 Dæmi um það þegar þýðing á brandara úr ensku á íslensku hefur farið úr skorðum og eitt- hvað misferst væri (6): (6) a. What happened to the terrorist who tried to blow up a bus? He burned his lips on the exhaust pipe. (Kingsbury 2005) b. Hvað kom fyrir Hafnfirðinginn sem reyndi að blása upp og sprengja strætisvagn? Hann brenndi varirnar á púströrinu. (.Djókbók 1996:65) I (6) má sjá þá eiginleika orðs, hér sagnorðs, sem hægt er að þýða á önnur tungumál. Hér getur sögnin blow up í (6a) bæði staðið fyrir blása upp og sprengja. Islenska sögnin blása upp í (6b) nær hins vegar ekki yfir þessar tvær túlk- anir og þess vegna er brandarinn í (6b) ekki tví- ræður á sama einfalda hátt og (6a) því að í honum þarf að segja blása upp ogsprengja í stað 3 Þennan brandara heyrði ég í samræðum og er hann hafður eftir 8 ára gömlum grunnskólanema. 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.