Mímir - 01.06.2007, Side 38

Mímir - 01.06.2007, Side 38
þess að segja einfaldlega blozo up í fyrri brand- aranum. Þar sem hér er aðeins um að ræða dæmi á ensku og íslensku skal ekki fullyrt um eiginleika orða á öðrum tungumálum til að túlka tvíræðni á þennan hátt. í tungumálsbröndurum er sjaldnast nokkur formúla eða annað til að auðvelda við að leggja þá á minnið og endursegja. Þeir eru að vísu stuttir og er það líklega það eina sem verður til þess að þeir sitja eftir í minninu. En þeir byggja á málfræðilegri tvíræðni og oft krefst það al- mennrar þekkingar að koma auga á hana. Eftir nokkra umhugsun rennur þó upp fyrir mönn- um ljós. Slíkrar þelckingar er sjaldnast þörf í sögubröndurum. Því er ég sammála niðurstöð- um rannsóknar Attardos o.fl. (1994: 49) sem segja að þessi málfræðilega tvíræðni valdi því að vinsældir tungumálsbrandara eru ekki eins miklar og sögubrandara. Málfræðilega tví- ræðnin er ef til vill of krefjandi til að fólk grípi brandarana á lofti og segi næsta manni. 2.3 Tungumáhbrandarar Árið 1994 rannsökuðu fræðimennirnir S. Att- ardo, D.H. Attardo, P. Baltes og M.J. Petray 2.000 brandara og greindu þá í sögubrand- ara og tungumálsbrandara. Þeir komust að því að sögubrandararnir eru miklu algengari en tungumálsbrandarar, eða um fjórum sinnum algengari. Af þeim 2.000 bröndurum sem þeir skoðuðu töldu þeir 1539 brandara (77%) til- heyra grein sögubrandara en aðeins 441 (22%) tilheyra tungumálsbröndurum. Einnig greindu þeir tungumálsbrandara í þrjár mismunandi undirgreinar: Brand- ara sem byggjast á tvíræðni í orða- safni, brandara sem byggjast á setningafræðilegri tvíræðni og brandara sem byggjast á stuðlum eða endurtekningu. Greinarnar sjást hér til hliðar á mynd 1: Af undirgreinum tungumálsbrandara eru orða- safnslegu brandararnir langalgengastir, eða um 96% af öllum tungumálsbröndurunum. Hinir setningarlegu voru um 5% og lestina ráku brandarar sem byggjast á stuðlum eða endur- tekningu en þeir voru einungis 1,5% af heildar- fjöldanum. Síðastnefnda flokknum verða ekki gerð skil í þessari grein. Niðurstöðurnar eru bundnar við rannsókn Attardos o.fl. Aðrir hafa dregið í efa að skiptingin sé svo afdráttarlaus og að orðasafnsbrandarar séu í jafnmiklum meirihluta og niðurstöður þeirra benda til. Orðasafnstvíræðni (e. lexical ambiguity) dregur heiti sitt af hugtakinu orðasafn (e. lexi- con) sem notað er yfir þann stað í minni okkar sem orð og orðmyndir eru geymdar (Eiríkur Rögnvaldsson 1990:41). I orðasafni heilans geymum við ýmsar upplýsingar um orð, orð- myndir og beygingar sem eru ófyrirsjáanlegar út frá algengustu myndum orðanna, s.s. nefni- falli eintölu og fleirtölu og þágufalli og eignar- falli fleirtölu. Hluti þessara upplýsinga er mismunandi merking orða. Orðasafnsskrýtlurnar byggja á margræðni eins ákveðins orðs, sem er í slagyrðinu. Engin takmörk virðast vera fyrir því hvers eðlis þetta orð getur verið; það getur verið nafnorð, sagn- orð, lýsingarorð og jafnvel fornafn eða óbeygj- anlegt orð. Einnig er nokkuð um að orða- sambönd séu notuð í slíkum bröndurum. Sem dæmi má nefna (7), (8) og (9). I þeim eru slag- yrðin þrenns konar; sagnasamband í (7), lýsing- arorð í (8) en forsetningarliður í (9) (leturbreyt- ingar mínar): Mynd 1: Undirflokkun tungumálsbrandara. Brandarar Sögubrandarar Orðasafnstvíræðni Setningarleg tvíræðni Stuðlar og endurtekning 36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.