Mímir - 01.06.2007, Qupperneq 41

Mímir - 01.06.2007, Qupperneq 41
2.4.2 Tvíræðni í formgerð Sjá má af (12) hér að ofan að setningarleg tví- ræðni byggist á ákveðinni túlkun sem kemur fram í formgerð setningarinnar. I slíkum skrýtl- um er forsetningarliðurinn oft tvíræður því að setningarliðurinn sem stendur næst á eftir á alls ekki við, sbr. (12b) þar sem forsetningarliður- inn \in mypyjamas\ virðist eiga við nafnliðinn I (l.pfn. og frumlag setningarinnar) en ekki við [a huge lion\ þar sem hann er þó staðsettur. Af staðsetningunni leiðir tvíræðnin. Brandarar sem fela í sér setningarlega tvíræðni eru af mörgum toga eins og sjá má af (13): (13a) Ágætur harðfiskur til sölu hjá undirrituðum sem hefur legið uppi á lofti í allan vetur og síðan verið lúbarinn með sleggju. (Halldór Pjetursson 1987:18) Tvíræðnin í formgerð þessa brandara er af svip- uðum toga og í (10) og (11). Hér getur tilvís- unarsetningin [sem hefur legið uppi á lofti í allan vetur og síðan verið lúbarinn með sleggju\ átt við frumlag setningarinnar sem er [ágætur harðfisk- ur\. Það væri röklegri túlkunin en einnig mætti tengja aukasetninguna nafnliðnum sem situr í andlagssætinu, [undirrituðum], sem gerir setn- inguna óneitanlega tvíræða. Hér má einnig benda á að með umorðun setningarinnar er hægt að koma í veg fyrir þessa tvíræðni, sbr. dæmi (12c) að framan: (13b) ÁgÆtur harðfiskur [sem hefur legið uppi á lofti í allan vetur og síðan verið lúbarinn með sleggju] til sölu hjá undirrituðum. Hér hefur tilvísunarsetningin [sem hefurlegið uppi á lofti í allan vetur og síðan verið lúbarinn með sleggju\, sem stóð með andlaginu undirrituðum í (13a), verið færð að frumlaginu í (13b) [ágætur harðfiskur\. Slík færsla er kölluð fráfærsla (e. extraposition) og er ‘hægri færsla’. Hún felur með- al annars í sér að hengja slíkar aukasetningar eða andlagssetningar eins og í (10) hægra megin á liði (Höskuldur Þráinsson 1999:212-213). 2.4.3 Þýðing á annað tungumál Brandarar sem byggjast á setningarlegri tví- ræðni eru líklega eina tegund tungumálsbrand- ara sem hægt væri að þýða á önnur tungumál. Oftar en ekki er það orðaröðin og tengsl orð- anna innbyrðis í setningunni sem eru margræð á einhvern hátt í erlendum tungumálum, t.d. ensku eða dönsku. (14) er dæmi um tvíræðni sem er ekki orðasafnsbundin en hefur þó aðra kerfisuppbyggingu en þau dæmi um setningar- lega tvíræðni sem hér hafa verið tekin fyrir. (14) tilheyrir þó setningarlegri tvíræðni vegna þess að tvíræðnin er kerfisbundin og byggir á eigin- leikum töluorða sem oft má túlka tvírætt: (14a) „Mig svimar venjulega af einum snafsi.“ „Er það mögulegt?“ ,Já, það er venjulega sá áttundi.“ (Glettur 1943:57) Hér má sjá að slagyrðið í þessari skrýtlu er einn snafs. Hin augljósari túlkun er að mælandann svimi strax við fyrsta sopa af víni. En þegar hann segir þennan snafs vera þann áttunda kemur hin óvæntari túlkun í ljós, þ.e. að þessi eini snafs sé sá áttundi í röðinni og hann hefur því sennilega innbyrt sjö aðra og þess vegna svimar hann. Ef við skoðum (14) nánar í tengslum við þýðingu á önnur tungumál sjáum við að í þessu tilviki er ekki svo flókið að þýða brandarann: (14b) „I feel dizzy after one brandy.“ ens. „Is that possible?“ „Yes, it is usually the eigth one.“ (14c) „Jeg svimler altid efter én snaps.“ dan. „Er det virkeligt?“ ,Ja, det plejer at være den ottende." Það er augljóst að hvorki í brandara (14b) né (14c) hefur merkingin farið forgörðum. Þessar þýddu skrýtlur standa alveg fyrir sínu. 2.4.4 Flokkar setningarlegrar tvíræðni í íslensk- um bröndurum Ef flokka á setningarlegu brandarana falla flestir þeirra undir tvíræðni í tilvísunarsetning- 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.