Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 62

Mímir - 01.06.2007, Blaðsíða 62
an dauðdaga í iðrum jökulsins. En fantasían heldur áfram því að myndbreyting verður á honum þegar hann á hamskipti við tófuna og þannig öðlast andi hans framhaldslíf í tófu- hamnum. Snemma í sögunni greinir sögumaður frá hugsunum Friðriks sem virðist vera sömu skoð- unar og sögumaður í dómum sínum um Baldur. Sagt er að Friðrik telji að Baldur tími ekki að gefa vinnufólki sínu almennilega að eta held- ur dæli í það kaffi daginn út og inn. Sjónbein- andinn Friðrik telur að kaffidaunninn af Hálf- dáni og skjálfti hans komi upp um nískuna í Baldri. Hér má staldra við því að samtímis þessum athugasemdum er einnig hægt að greina umhyggjusemi klerksins, t.d. út frá hlý- legum klæðnaði Hálfdáns þegar hann er send- ur af presti til að ná í lík Obbu en þá er hann „dúðaður líkt og barn sem á að eyða deginum úti í snjóskafli" (42). Margt bendir líka til þess að fullyrðingar Friðriks (sbr. sendibréf hans í lokin) um faðerni Öbbu séu úr lausu lofti gripnar. Sagan sýnir að Abba hefur hlotið mannvænlegra uppeldi en búast mátti við hjá kotbændum á 19. öld. Það sést t.d. á orðasafni hennar og fuglaáhuga að fræðslu hefur verið haldið að henni. Eins kann hún borðsiðina betur en margur íslenskur al- múgamaðurinn á þessum tíma. Allri þessari vitneskju og færni bjó Abba yfir áður en hún hitti Friðrik. Lýsingar sögumanns af snyrti- mennsku hennar við snæðinginn í kofaskriflinu og hvernig hún ber sig að við að þurrka matinn af höndum sínum, áður en hún faðmar og huggar Friðrik, sýna svo að ekki verður um villst að hún hefur einhvern tímann áður hlot- ið gott atlæti (71). Abba virðist líka hafa borið gott skynbragð á vandaðan og skrautlegan klæðnað. Fallegum sparildæðnaði hennar sem verður að lokum líkklæði hennar er lýst mjög nákvæmlega. Af lýsingunni að dæma hefur Abba ekki hrifist af íslensku sauðalitunum — kannski öðru vön. Dýru og vönduðu spariföt- unum sínum klæddist hún gjarna á sunnudög- um, stolt og ánægð, þegar hún sótti kirkju, þ.e. í tíð fyrirrennara Baldurs, síra Jakobs sáluga. Á meðan síra Jakob pokaprestur þjónaði í Dai voru siðir kirkjugesta vægast sagt lágkúru- legir. Þeir báru ekki nokkra virðingu fyrir kirkj- unni sinni eða presti sem réð ekki neitt við neitt. Undir guðsþjónustu voru gestirnir vanir að fljúgast á, hrópa og kalla eða fremja alls kyns búkhljóð. Það varð því heldur betur breyting á kirkjusiðum sóknarbarna þegar Baldur tók við brauðinu. Hans aðferð, að berja úr þeim lág- kúruna og reka Öbbu og aðra fábjána frá, skil- aði alltént þeim árangri að gestir sátu nú prúðir og hlýddu á boðskapinn eins og kristið sið- menntað fólk. Tekið er sérstaklega fram að konurnar hafi tekið þessum breytingum vel og fundist við hæfi að siða dónana þótt fyrr hefði verið. Sögumaður lætur í veðri vaka að þær hafi borið vissa virðingu fyrir nýja prestinum „enda [...] barnlaus ekkjumaður“ (75). Þótt sögu- manni og Friðriki virðist í mun að sýna fram á óréttlæti Baldurs fá þeir lesandann ekki alveg á sitt band því að út frá þessum lýsingum má ljóst vera að nýi presturinn kemur alls ekki illa fram við kvenfólkið í sókninni. Hann kemur því fyrir sjónir sem góður og gegn siðapostuli. Þegar þessar og fleiri lýsingar af Baldri eru skoðaðar kemur í ljós að hin meinta illa meðferð sem Baldur á að beita hyski sitt stenst ekld alveg. Spyrja má hvers vegna Baldur tók Hálfdán fávita að sér ef hann losaði sig við vangefna dóttur sína á barnsaldri og seldi hana sjódurg- um. Velta má fyrir sér hvort einhvers konar guðsótti eða iðrun hafi rekið hann til þess. Það virðist ekki sennilegt því að hvergi er sagt að hann iðrist neins, ekki einu sinni á ögurstund. Baldur kemur lesanda reyndar fyrir sjónir sem mjög einstrengingsleg og hryssingsleg persóna. Einna skýrast kemur það fram í setningu Hálf- dáns við Friðrik þegar hann sem erindreki Bald- urs segist vera kominn til „að náí-náí kven- mannsnáinn ..." en það orð er honum óskilj- 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.