Mímir - 01.06.2007, Page 66

Mímir - 01.06.2007, Page 66
sem hvor tveggja eiga við um klerkinn (119). I þriðja kafla eru lýsingar sögumanns á Baldri og aðstæðum hans sýndar líkt og fjandinn (tófan) sé kominn til að taka á móti honum. Baldur er sigraður en ætlar samt að tefja leikinn fýrir tóf- unni með því að segja henni brandara. Brand- arinn reynist vera aulafýndni um prump. Þess konar tal og brandarar höfða til Friðriks, sbr. niðurlag bréfs hans um mynd Sölva sem á „að sýna Skrattann stinga háttvirtum Landshöfð- ingjanum upp í r-gatið á sér“ (123). Frönsku- slettuna „ne pas?“ notar Friðrik í bréfmu og tófan notar hana líka þegar hún og Baldur eiga í samræðum (110 og 123). Lýsingar á Baldri með þorskhausinn og af samtali hans við tóf- una miða einnig að því að sýna Baldur sem hinn mesta stupidus. 4. Niðurlag Hér hefur verið sýnt fram á að sagan er marg- slungnari en svo að fjalla eingöngu um baráttu hinna goðsögulegu andstæðna, góðs og ills. Rétt er að sögumaður miðar að því að gera Friðrik að merkisbera hins góða og Baldur þess illa. Hið góða kemur einna helst firam í viðhorfum Friðriks til einstaklinga eins og Obbu sem hann sér með augum rómantíkurinnar og vill gefa þeim tæk- ifæri til að lifa í takt við náttúru sína. Baldur fær hins vegar orð á sig fýrir að vera hinn illi enda talinn ala sóknarbörn sín á fáfræði sem endur- speglast í fordómum hans gagnvart Öbbu og Hálfdáni. Baldur er ekki sigldur maður eins og Friðrik og virðist lítið hafa kynnst rómantískum straumum. Það er því ekkert undarlegt að þessir sveitungar hafi ekki náð saman. En í sögunni leikur sögumaður sér með myndbreytingar og lumar á öðrum leyndari og ekki síður spennandi söguþræði sem er sorgar- leikur Friðriks. Eins og sýnt hefur verið fram á má tína til mýmörg dæmi úr hverjum kafla sem styðja þá túlkun að Friðrik sé í forgrunni sem hinn ónefndi sögumaður. Hinn undirliggjandi þráður sögunnar er að persóna Friðriks breytist úr hinum góða í þann sem er haldinn svæsinni þráhyggju og ranghugmyndum eins og hatur hans á Baldri sýnir. Augljóst er að Friðrik ber þess menjar að hafa drabbað og svallað á Kaup- mannahafnarárum sínum þar sem hann sótti í vímuna og eftirköstin fýlgja honum áfram. Niðurstaðan er því sú að sagan hverfist fyrst og fremst um persónu Friðriks en ekki átök hans og Baldurs eins og segir á bókarkápunni. Enn fremur hefur verið sýnt fram á að það er Friðrik sem varpar skugga á Baldur. En skugga Friðriks bregður oft fyrir þótt hann kjósi stund- um að villa öðrum sýn með dulbúningi. Sá bún- ingur er hvorki hreinn né flekklaus frekar en búningar annarra ógleymanlegra persóna heimsbókmenntanna. Þótt hér sé ekki glímt við einhverja morðgátu heldur margfaldar mynd- breytingar hefur verið sýnt fram á að Friðrik viðhefur ekki ósvipuð vinnubrögð og Sherlock Holmes við að leysa erfiðar þrautir. Samlíking- in nær ekki einvörðungu til vinnubragðanna heldur einnig til útlits og hegðunar. Við þessa samlíkingu verður sagan á margan hátt kómísk en einnig tregablandin. Staða Friðriks er aumk- unarverð í ljósi þess að hann sem hæfileikarík- ur maður endar í afdalasveit í engu sambandi við umheiminn. Heimildir Halldór Guðmundsson. 1983. „Symbólismi". Hugtök og heiti í bókmenntafrœði. Bls. 272. Jakob Benedikts- son ritstýrði. Mál og Menning, Reykjavík. Jón Oskar. 1984. Sölvi Helgason. Listamaður á hrakningi. Heimildasaga. Isafoldarprentsmiðjan, Reykjavík. Kristján Arnason. 2004. Mörk mennskunnar. Tímarit Máls og menningar 65(2):109—111. Sjón. 2003a. iSkugga-Baldur. Þjóðsaga. Bjartur, Reykja- vík. Sjón. 2003b. Skáldskaparfræði stefnumótsins. Lesbók Morgunblaðsins, 29. nóvember. [Viðtal: Þröstur Helgason ræðir við Sjón.] Um myndbreytingar. [An árs.] Bjartur. Slóðin er: http:// www.bjartur.is/?i=428co=760. Sótt 10. janúar2007. 64
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.