Mímir - 01.06.2007, Side 107

Mímir - 01.06.2007, Side 107
tileinka sér. Því verður litið á hvernig þeir hafa farið að því samanborið við rappara í öðrum löndum. Að lokum verður farið yfir framtíð rappsins hér á landi og viðtal við rapparann Bent haft til hliðsjónar. I hnotskurn má segja að hér verði sýnt fram á að íslenskt rapp hafi unnið sig upp úr því að vera stæling á erlendri menningu í það að vera virkur tjáningarmiðill á eigin forsendum sem oft ber vitni mikilli sköp- unargáfu og frumleika. 2. Orðræða rappsins Rapp er helsta og útbreiddasta birtingarform hipphopps. Aðrir þættir þess eru graffítí, breik- dans, skífuskank (e. DJ-ing) og taktkjaft (e. beatbox) og hipphopparar kallast þeir sem að- hyllast þessa menningu. Hipphoppmenningin er mjög víðfeðm því að hipphopparinn gengur sjaldnast inn í hana að hluta til heldur verður hún mjög oft að lífsstíl hans. Hann tileinkar sér ákveðna orðræðu með öllu því sem henni fylg- ir og þá er verið að tala um orðræðu sem merk- ingarbæran tjáningarhátt sem nær út fyrir tungumálið, þ.e. talsmáta, framkomu, atferli og látbragð, en einnig klæðaburð, notkun tákna og fleira (Tbe Discourse Reader 2001:7). Meðal svokallaðra gangsta-hipphoppara í Bandaríkj- unum tíðkast til dæmis að klæðast víðum fötum og nota höfuðföt og fyrirferðarmikla skartgripi og þeir reyna oft að virðast hættulegir og ögrandi með alls kyns handahreyfmgum, öskrum og annarri ógnandi framkomu. Þetta á þó auðvit- að ekki við um alla því að þetta er einungis dæmi um staðalímynd rapparans sem kemur frá Bandaríkjunum og er hún mjög útbreidd. Margir hipphopparar2 á Islandi klæða sig svona 2 Þegar hér er talað um hipphoppara er átt við þá sem hlusta á hipphopptónlist, þá sem flytja hana og einnig þá sem leggja stund á aðrar listgreinar hipphoppsins. Þegar talað er um rappara er átt við þá sem flytja tón- listina. en það er þó ekki talið nauðsynlegt. Talsmát- inn, þ.e. orðaforðinn og hugsunarhátturinn, er mun mikilvægara atriði, sérstaklega í rappinu þar sem menn tjá sig með orðum frekar en dansi, myndlist eða tónum. Engar reglur eru í rappi en samt er mjög skýr rammi til viðmiðs fyrir hipphoppara, það er að segja „kúlið“. Enginn á sér neina von í rappi nema hann sé svalur, svari fyrir sig og viti sínu viti um það og þá sem máli skipta. Sérhæf- ingin er mikilvægur þáttur í hipphoppheimin- um og sá sem kemur upp um sig með van- þekkingu, rangri notkun hugtaka eða misskiln- ingi á erfitt uppdráttar. Það er hárfín lína milli þess að vera „kúl“ og „ekki kúl“ og það er talið mjög slæmt að tala um hipphopp ef maður hef- ur ekki fullan skilning á því; ef einhver utanað- komandi reynir það eru fyrstu viðbrögðin þau að tortryggja hann og spyrja af hverju hann sé að tala um eitthvað sem hann veit ekkert um. Þegar ég setti mig í samband við rappara á spjallborði hipphoppara (Hiphop.is 2006) var þetta það fyrsta sem ég fékk að heyra. (Það bráði þó fljótt af þeim og þeir urðu mjög hjálp- samir þegar þeir vissu að ekki stóð til að út- hrópa menningu þeirra og lífsstíl.) Af þessu má sjá að þótt engar reglur séu til staðar og list- greinin virðist stundum „kaótísk“ og öfgakennd veitir þessi rammi „kúlsins“ mjög mikið aðhald og setur skorður svo að hipphoppmenningin taki ekki of miklum breytingum eftir því sem hún breiðist út. 3. Sögulegt samhengi Hlutverk rapptónlistarinnar og -textanna í upp- hafi var öðrum þræði að ögra og ógna viðtekn- um hefðum og varð leið fátækra blökkumanna til að láta í sér heyra. En rappið varð óvænt einnig mjög vinsælt meðal hvítra og þegar þeir hófu sjálfir að gefa út rapptónlist tók markaðurinn við sér og sá um að rappmenningin breidd- ist út, ekki aðeins innan Bandaríkjanna, heldur 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.