Mímir - 01.06.2007, Side 117

Mímir - 01.06.2007, Side 117
Að finna fyrir hryllingnum Samkvæmt Carroll greinir afstaða sögupersóna til skrímslisins hryllingssögur frá öðrum sögum sem fjalla um skrímsli. I hryllingssögum eru skrímsli óeðlileg í okkar heimi en skrímsli í ævintýrum eru hins vegar mjög venjuleg í stór- furðulegum heimi. Skrímslin eru ekki aðeins óhugnanleg og lífshættuleg heldur einnig óhrein og viðbjóðsleg. Þar sem þau eru svo lík- amlega fráhrindandi fyllast persónurnar oft ógleði, viðbjóði og hryllingi þegar þær komast í kynni við þau. Þetta fellur vel að þeirri stað- reynd að skrímslum er gjarnan lýst með því að líkja þeim við skít, rotnun, rýrnun, slím o.s.frv. Skrímslið er ekki bara lífshættulegt heldur líka ógeðslegt. Skrímsli eru menguð og óhrein, úld- in og grotnandi kvikindi. Sögupersónurnar eru ekki bara hræddar við þau heldur hafa þær einnig andstyggð og viðbjóð á þeim.10 Náttskrímslið í Húmdölum er langt frá því að vera frýnilegt. Skrímslið er ekki bara ljótt, heldur afmyndað og líkist engu sem börnin hafa séð. Það er ekki-vera, ógreinanlegt og óskiljanlegt (159-160, leturbreytingar eru mín- ar): Hún [ófreskjan] líktist engu sem Nonni hafði séð áður, var á stærð við hund en allt öðmvísi í laginu. Hún var bústin og afmynduð, með tvo bogna útlimi að framan sem enduðu báðir í oddhvassri, svartri kló og líktust helst risa- vöxnum fingrum. Það var eiginlega ekki hægtað greina hvar hvítt höfuðið endaði og búkurinn tók við, heldur var öll veran eins og eitt aflangt höfuð með þrjú augu og svo þennan ægilega kjaft. Höfuðið mjóldcaði að aftan og skipti um lit, varð að þykkum eldrauðum hala sem teygði sig yfir rúmið og áfram inn í myrkrið. Og fyr- ir ofan augun stóð hvítur fálmari út úr höfðinu og bærðist til og frá. Skrímslið skýtur slímugum gripörmum út úr koki sínu sem hringa sig utan um Nonna. Arm- arnir em blautir og slímugir og af skrímslinu er ógeðslegt bragð og kæfandi fnykur, meira að segja hljóðið í því er hrjúft og slímugt, eins og andardráttur í kvefuðu barni. Carroll aðgreinir hryllinginn í hryllingssög- um frá annars konar hryllingi og kallar hann listrænan hrylling en það er samnefnari þeirra tilfinninga sem höfundar hryllingssagna sækjast eftir að vekja hjá áheyrendum sínum og lesend- um. Tilfinningarnar endurspeglast í viðbrögð- um sögupersóna við skrímslunum í sögunum. Listrænn hryllingur er ekki viðvarandi ástand heldur viss tilfmning, eða tilfinningaleg reynsla, sem við eigum erfitt með að ráða við og má einna helst líkja við uppnám eða hugaræsing. Algeng líkamleg viðbrögð við lestri hryllings- sagna eru t.d. samdráttur í vöðvum eða spenna, við hnipmm okkur saman, fmnum fyrir skjálfta, doða, sviða, kulda eða ógleði og rekum jafnvel ósjálfrátt upp öskur. Þessi líkamlegu viðbrögð orsakast af hugmyndum okkar og mati á við- komandi aðstæðum.11 Nauðsynlegt er að skrímslið sé bæði ógn- andi og óhreint. Ef skrímslið væri aðeins mögulega ógnandi myndi tilfmningin vera ótti. Ef það væri bara óhreint væri tilfinningin við- bjóður. Listrænn hryllingur krefst þess að við finnum bæði fýrir ótta og viðbjóði. Við getum ekki óttast eitthvað viðfang á listrænan hátt án þess að finnast það bæði hættulegt og ógeðs- legt. Þegar við lesum hryllingssögur erum við auðvitað ekki hrædd á sama hátt og við mynd- um vera ef við myndum í raun og veru rekast á skrímsli. Að segja að við séum listrænt hrædd við náttskrímslið þýðir að við óttumst hugmynd- ina um það á sama tíma og við trúum ekki á það. Við óttumst inntak þeirrar hugmyndar að náttskrímslið gæti mögulega verið til og gert ýmsa hræðilega hluti. Það er þetta sem fær okk- ur til að stinga tánum undir sængina og kveikja ljós.12 10 Noel Carroll 1990:21-23. 11 Noél Carroll 1990:24-27. 12 NoélCarroll 1990:28-31.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.