Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Page 29

Vinnan og verkalýðurinn - 15.11.1952, Page 29
en kúgunarverkið standi óhaggað og óieiðrétt eftir sem áður. A bernskudögum verkalýðshreyf- ingarinnar þurftu verkamenn ekki sjaldan að horfast í augu við atvinnu- kúgarann, og þeim varð brátt ljóst að baráttan við hann var baráttan um tilverurétt hennar. Verkamenn sáu, að vopni atvinnukúgunarinnar gegn félaganum, sem þeir höfðu valið til forystu, var í rauninni beint gegn þeim — gegn lífsrétti þeirra — og niynduðu því um hann varnarhing á vinnustað og létu eitt yfir alla ganga. — Með beitingu samtakaaflsins og andlegri skírskotun til velsæmis- kenndar almennings var þetta níð- ingsbragð atvinnurekandans bann- fært og því til leiðar komið að í lög um stéttarfélög og vinnudeilur frá 1938 var komið ákvæði er skyldi Kristján Ág. Eiríksson, varaformaður Járniðnaðarmannafélagsins. Jónas Hallgrímsson, trúnaðarmaður á vinnustað. vernda hvern starfandi einstakling í verkalýðssamtökunum fyrir ofsókn vegna starfs í stéttarfélagi (4. gr.) og sömuleiðis um það að óheimilt sé at- vinnurekanda að segja upp vinnu trúnaðarmanni á vinnustað meðan aðrir séu í vinnu. Og Vélsmiðjan Héðinn hefur ekki aðeins brotið tvö lagaákvæði heldur einnig samningsákvæði um forgangs- rétt félagsbundinna manna í Járniðn- aðarmannafélaginu til vinnu, því fjöldi utanfélagsmanna var þar í starfi þegar þremenningunum var bolað út af vinnustaðnum. En þetta er þó ekki alvarlegasta hlið málsins, heldur hitt: Á bak við þessi óvönduðu meðul býr glæpsam- legur tilgangur. í tiltæki Vélsmiðjunn- ar Héðins er stéttarandstæðingur verkalýðsins að þreifa fyrir sér um beitingu hins gamla níðingsbragðs. Stóratvinnurekendavaldið vill mega VIXNAN og verkalýðurinn 171

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.