Goðasteinn - 01.09.2001, Page 8
Goðasteinn 2001
Tveir eru gengnir, þau Nína Sæmunds-
son frá Nikulásarhúsum í Fljótshlíð,
sem heimskunn er fyrir höggmyndir
sínar og Guðmundur Daníelsson rithöf-
undur frá Guttormshaga í Holtum, sem
var eitt af mestu skáldum okkar Islend-
inga á síðustu öld. Nínulundur var
vígður á fæðingarstað listakonunnar á
síðasta sumri og G.Dan-dagur var
haldinn á síðasta sumri í tilefni af ní-
tugasta fæðingarári Guðmundar. Um
Guðmund og Nínu er fjallað í ritinu.
Síðast en ekki síst er það ljóðskáldið
Pálmi Eyjólfsson í Hvolsvelli. Hann er
landsþekktur af ljóðum sínum sem á
undanförnumáratugum hafa meðal ann-
ars birst í Lesbók Morgunblaðsins,
tímaritinu Heima er best, Tímanum og
víðar og verið lesin upp á hinum ýmsu
skemmtunum og veislum víða um land.
Ometanlegt er einnig framlag Pálma
til Goðasteins, þar sem bæði hafa birst
ljóð og fræðigreinar eftir hann á undan-
förnum áratugum. Það var þó ekki fyrr
en á síðasta ári sem Pálmi gaf út sína
fyrstu ljóðabók „í ljósaskiptunum“.
Pálmi ber á þessu ári titilinn Lista-
maður Goðasteins. Hann er vel að því
kominn og er ítarlega fjallað um hann
og verk hans inni í ritinu.
Að öðru leyti en að framan greinir
er efni Goðasteins með hefðbundnum
hætti, blanda af fróðleik og skemmtun
úr fortíð og samtíma. Eg vil að lokum
þakka öllum greinarhöfundum fyrir
þeirra framlag, ritnefndinni vel unnin
störf, og óska lesendum góðra stunda
með Goðastein milli handa.
Gamansögur úr Landeyjum
skráðarum 1930
úr fórum Magnúsar Finnbogasonar á Lágafelli
Af Grími á Forsæti
Grímur var bláfátækur
en sjálfumglaður og vildi
eigi láta á fátæktinni bera.
Einn af kunningjum Gríms
var Árni bóndi í Miðhúsum
í Hvolhrepp. Höfðu þeir
verið rekkjunautar í verbúð
í Vestmannaeyjum. Mun
Árni þá hafa vikið Grími
einhverju af útgerð sinni,
því oftast varð Grímur
mötustuttur. Hal'ði Grímur
þá einatt orð um að Árni
ætti erindi að Forsæti til
þess að bæta sér upp vel-
gerðirnar við sig. Vissi
Árni um fátækt Gríms og
tók létt á, en er Grímur lét
ekkert tækifæri ónotað til
að ámálga heimboðið við
Árna, fór hann eitt sinn í
heimsókn til Gríms. Þegar
Árna bar að garði hrópar
Grímur á konu sína að nú
sé Árni vinur sinn kominn,
og nú skuli hún taka til þær
mestu veitingar er hún
megi með koma. Hnussaði
í kerlingu. Eftir góða stund,
tekur Grímur að ámálga
við konu sína, hvort góð-
gerðirnar fari ekki að
koma, og heyrir Árni ekki
hverju hún svarar, en þegar
Grímur rekur enn eftir vel-
-6-