Goðasteinn - 01.09.2001, Qupperneq 9
Goðasteinn 2001
gjörðunum og er orðinn
höstugur í rómi, kemur
kerling til og segir:
„Hvaða góðgerðir á
maður að koma með, þegar
ekkert er til?“
„Það stendur þá svona í
bælið þeirrar gömlu núna“,
segir Grímur.
Grímur tók Árna með
sér út í skemmu og vildi
sýna honurn hvernig sauð-
irnir hefðu skorist hjá sér í
haust. Hafði Grímur safnað
í eitt öllum mör úr skjátun-
um sem hann hafði skorið
um haustið, stendur nú í
stigagarmi og teygir sig
upp á loftskör, tekur sama
mörinn hvað eftir annað og
segir: „Þessi er nú úr þeim
hvíta fjögra vetra, þessi er
nú úr þeim svarta sjö
vetra“, o.s.frv.
„Hvaða tunna er þetta
hjá þér?“ segir Árni.
„Það er kjöttunnan.“
Seinna gat Árni
skyggnst niður í tunnuna,
og voru þá í henni þrjú
hrútshorn og harður
skinnbjór.
Öðru sinni bar mann að
garði að Forsæti í land-
synningsbyl. Var Grímur
öðru hvoru að skjótast út á
vökunni. Þegar aðkornu-
maður veik að þessu,
kvaðst Grímur vera að gá
til veðurs, sér væri hálf
órótt út af sjötíu sauðum
sem hann ætti uppi á Þrí-
hyrningshálsunum.
Einhverju sinni á vor-
þingi þegar sýslumaður var
að innheimta þinggjöld,
spurði Grímur stundarhátt
hvort sýslumaður kysi hvít-
an, svartan eða mórauðan
sauð í skattinn.
„Þú ert ekki í skatti,
Grímur“, segir sýslumaður.
„Hann var hvass á For-
sæti í gær, þá fauk stærri
meysinn á eldri gelding-
ana“, er ein setning sem
höfð er eftir Grími.
Sonur Gríms var Snorri
í Skipagerði, faðir Salvarar
móður Jóns í Miðkoti, Jó-
hanns á Arnarhóli og þeirra
systkina.
Snorra syni Gríms bún-
aðist betur og var talinn all-
vel fjáður. Var hann maður
yfirlætislaus, nema ef hann
var hreifur af víni, þá hætti
honum til að guma af reið-
hestum sínum, hvað og
mátti, því hann átti úrvals
reiðhesta og fór vel með
þá.
Tvívegis sofnaði Snorri
í kirkju, öðru sinni segir
hann þá upp úr svefninum:
„Þá var ég á Grásu.“
f hitt skiptið sagði
Snorri: „Mikið djevilli reið
hún Guðrún í Hemlu hratt,
þegar hún var strákur.“
Kippt í lið
Þorbjörg Björnsdóttir
bjó í Tjarnarkoti í Þykkva-
bæ. Hún var móðir Björns
Einarssonar sem bjó í Fag-
urhól í Austur-Landeyjum
og Sigurðar Guðnasonar
bónda í Háarima.
Einhverju sinni fór Þor-
björg úr mjaðmarlið. Var
þá sóttur Jósep nokkur í
Stekkjarkoti, svo sem oft
áður er óvænt atvik báru að
höndum. Tók Jósep Þor-
björgu, lagði hana á bakið í
geil milli beða í nýsánum
kálgarði, tók báðurn hönd-
um um mjóalegg á fætinum
sem úr liði var, en spyrnir í
klyftir kerlingar. Jagar
hann nú fótinn sitt á hvað
þar til hann segir:
„Nú small.“
„Hvern fjandann ætli
hafi smollið, það small
ekkert, togaðu betur“, sagði
Þorbjörg.
En þar kom að Jósep
tókst að kippa í liðinn . . .
-7-