Goðasteinn - 01.09.2001, Page 13
Goðasteinn 2001
Heim að Skógum
(nýtt Ijóð, áður óbirt)
Inn í grænum fjallafaðmi
fossinn prúði er.
Enganfegri á Isalandi
auga gestsins sér.
Byltist fram afbreiðum stalli
bergá silfurtœr.
Yjir grös í efstu brekkum
úðifossins nœr.
Höfuðbólið heimatúnið
hús í beinni röð,
brekkugróður. blótn í varpa
breiða út krónublöð.
Héraðsskólinn stílhreinn stendur
stórt hans hlutverk var,
forðum hópar fólksins unga
fylltu stofurnar.
Notadrjúgt var nám ískólum
nálœgt hálfa öld.
Glaðir hlátrar, glampi í augum
á göngum fram á kvöld.
Svo var kennslan krafti slungin
menn kömust þar til manns.
Fólk um landsins bœi og byggðir
bera merki hans.
Byggðasafnsins blómatíma
bœtist áfram við,
fróðleikinn um ár og aldir,
áhöld, Kfog sið.
Handaverk og húsin gömlu
hafa stóra sál.
Ljóma slær á liðinn tíma
og landið öðlast mál.
ættum, og Eyjólfur Gíslason,
sem lengi starfaði hjá Reykja-
víkurborg við innheimtustörf.
Eyjólfur faðir minn átti ættir að
rekja til Arnessýslu og vestan-
verðrar Rangárvallasýslu, var af
svonefndri Jötuætt. Hann var
þekktur hestamaður og lengi í
stjórn Hestamannafélagsins
Fáks og átti einn besta hestinn á
kappreiðum á Alþingishátíðinni
á Þingvöllum 1930. Sá gæð-
ingur hét Dreyri.
Síðan fluttistu ungur aust-
ur í sveitir?
- Já þannig var að ég var í
sveit í Neðri-Dal hjá þeim
sæmdarhjónum Guðbjörgu
Ólafsdóttur frá Hellishólum og
Ingvari Ingvarssyni. Þau höfðu
eignast 16 börn sem flest voru
þá uppkomin og flogin úr
hreiðrinu. Haustið 1929 þegar
ég var 9 ára veiktist móðir mín,
og var þá ákveðið að ég yrði
um sinn áfram fyrir austan, þar
til móður minni batnaði. Það
varð þó ekki, og hún lést 2.
febrúar 1930. Þau Guðbjörg og
Ingvar létu sig ekki muna um
að taka að sér óskyldan,
móðurlausan snáða, 9 ára gaml-
an. Það lýsir þeim betur en nokkur orð.
Og þar kynntistu skáldagyðjunni?
Já, í Neðri-Dal kynntist ég ljóð-
listinni fyrst. Það var mjög ljóðelskt
fólk undir Eyjafjöllum, mikið lesið á
öllum bæjum og í hópi næstu nágranna
voru ágæt skáld. Guðrún Auðunsdóttir
í Dalseli, síðar húsfreyja í Stóru-Mörk,
stóð þar kannski fremst, en allt hennar
fólk var hagmælt eða listfengið á annan
hátt. Það var mikill samgangur þarna á
-11-