Goðasteinn - 01.09.2001, Page 15
Goðasteinn 2001
Messudagur
Sunnudagur og sólskin,
sumar um miðjan slátt.
Fólk að koma til kirkju,
í klukkunum dynur hátt.
TöðuUmur frá túni,
í tröðunum frískleg hross.
Ljósgul er litla kirkjan
á látlausum turni er kross.
Það logar á löngum kertum,
Ijúfog vœr, þessi stund.
A þreytta vill svefninn sœkja.
en synd aðfalla í blund.-,
því víst ber öilum að vaka
og virða sín trúarheit,
í sátt við Guð, sem gafþeim
þessa góðu ogfallegu sveit.
Suðar ífiskiflugum.
Fallegan bassaróm,
heyri ég komafrá kórnum
og kliðmjúkan orgelhljóm.
En úti hundarnir hamast
íhlaupum um vígðan reit,
innan um rannfang og runna,
á rúður skín sólin heit. —
Hœgt líður helgistundin.
til himins erþanka beitt.
Svo klingja klukkumar aftur,
kajfi í stofii veitt.
Um Njálssögu, trúmál og Tfmann,
er talað og stjórnmálin hátt.
Svo kyssast konur í tröðum
og hvísla einhverju lágt.
milli, til dæmis heyjuðu þau hvert
sumar í Neðri-Dal.
Dalselssystkini voru meiriháttar
músíkölsk og höfðu með sér harm-
oniku í engjatjöldin. Þar var spilað á
síðkvöldum og sungið. Hljóðfæraleikur
og söngur er mér ekki síður
kær en ljóðin.
A þessum tíma var Þorsteinn
Erlingsson auðvitað í miklu
uppáhaldi hjá eldra fólki, og
ekki síður Davíð Stefánsson frá
Fagraskógi. Fólk átti ef til vill
ekki mikið af bókum þeirra, en
ljóðin voru lærð utan að hvert
af öðru. Eg eignaðist ekki
bækur eftir þessa skáldkónga
fyrr en löngu síðar. Annað
skáld sem hafði mikil áhrif á
mig var Jóhannes úr Kötlum,
en honum kynntist ég per-
sónulega í Þórsmörk, en þar
dvaldi hann löngum sem land-
vörður. Það er ógleymanlegt
þegar ég gekk með honum
klæddur gæruskinni í síðsumar-
rökkri um Hamraskóg, hug-
fanginn af skáldinu.
Hvernig var skólagöngu
þinni háttað?
- Það var farskóli í Dalssókn
þegar ég var barn. Hálfur mán-
uður í einu í Stóru-Mörk vest-
urbæ og á Seljalandi. Skóla-
stofan var uppi í kvisti sem
horfir svo vel við sól. Þangað
gekk ég daglega fimm kíló-
metra leið. Neðra-Dalsá,
Hamragarðaá og Seljalandsá voru
óbrúaðar og farið á plönkum yfir þær.
Þeir vildu nú oft vera ísilagðir og
flughálir.
Þegar ég var 17 ára fór ég svo í
Héraðsskólann á Faugarvatni, þar sem
-13-