Goðasteinn - 01.09.2001, Page 22
Goðasteinn 2001
s
I Norðurárdal
Kjarrhríslur vagga krœklóttum greinum
í kulda, strekkingi og hríð,
ennþá hlundar lífþeirra í leynum,
litaskipta ég híð.
Norðanstormurinn ntstingskaldur
nú hefur völd með raust. —
I huganum uni við dýrðlega daga,
sem dalurinn sýndi í haust. —
Tilvera okkar
Gangan er vörðttð gleði og sorgum
- gjöfer vort œviskeið.
Einn í dag, svo annar á morgun
allir á sömu leið.
vallar og raunar sýslunnar allrar. Einn-
ig hef ég skrifað mikið um eitt helsta
áhugamál mitt um ævina, samgöngu-
mál í Rangárvallasýslu, brúargerðir,
áform um járnbrautarlagningu austur í
sýslur sem aldrei varð af og fyrstu bíl-
ferðir hingað austur.
Hvenær ferðu svo að yrkja?
- Ljóðagerð er eitthvað sem leitar á,
þegar hlé verður á daglegu amstri. En
sú iðja sefur löngum Þyrnirósarsvefni.
Allt tengdist það nú í upphafi
félagsmálastússinu. Raunar fór ég
snemma að semja texta við ýmis barna-
lög fyrir krakkana, en svo fer ég að
yrkja við ýmis tækifæri, í afmælum, á
þorrablótum og skemmtifundum, og
einnig man ég sérstaklega eftir því að í
Rótarýklúbbnum fluttum við alltaf ljóð
á fundunum. Og þá kom það oft í minn
hlut að setja eitthvað saman. Ég
hélt þessum kveðskap ekkert
sérstaklega saman, en ýmsir
aðrir höfðu haldið upp á það.
Og eitthvað var til hjá mér.
Ég varð 80 ára á sl. ári og
Páll Björnsson á Hellu fór að
hvetja mig til þess að setja
saman ljóðabók af því tilefni.
Og þá kom í ljós að margt var
til af þessu efni. Isólfur Gylfi sá
síðan um allt í kringum þetta og
eiginlega lít ég á bókina sem
afmælisgjöf til mín frá afkom-
endunum og frá mér til vina
minna sem nenna að Iesa hana,
frekar en að ég sé að koma
sjálfum mér á framfæri sem
skáldi. Ég er mjög þakklátur öllum sem
að þessu komu, t.d. hjónunum í Svart-
list sem lögðu sig fram um að gera
bókina sem fallegasta og vandaðasta.
Ég er svo heppinn að hafa eignast
marga góða vini um ævina. Rangæ-
ingar hafa svo sannarlega umborið
mig. Enn er ég að eignast nýja vini.
Við þökkum Pálma fyrir viðtalið og
þeim heiðurshjónum, Pálma og Mar-
gréti, fyrir ríkulegar veitingar og
skemmtilegt spjall yfir kaffi og góm-
sætu bakkelsi á fallegum „sumardegi"
á miðjum vetri í Hvolsvelli.
- Viðtal: Olöf Kristófersdóttir/
Guðmundur Sœmundsson.
20-