Goðasteinn - 01.09.2001, Page 32
Goðasteinn 2001
hjartanu og sækir sér næringu í tilfinningar og hughrif. Við karlarnir erum oft svo
miklu fastari í einhverju sem við köllum rök, pólitík og heimspekilegar vangavel
tur.
Stíll ljóðanna er nokkuð svipaður út í gegn, þótt margir og misjafnir bragar-
hættir séu notaðir. Þó er eins og hátíðleikinn hverfi fremur og glettni og spaug
komi til sögunnar, þegar ekki er ort um náttúruna, heldur lifandi fólk. Andstæður
eru oft dregnar upp sem skerpa rnjög frásögn hans. Myndmál Pálma einkennist af
beinum myndum, ýmist kyrrmyndum eða hreyfimyndum, en minna er um lík-
ingar. Þó er allvíða gripið til persónugervingar á náttúrunni. en bein myndhvörf
eru fátíð.
Á einum stað fann ég ósamræmi í notkun bragreglna, í 3. vísu ljóðsins ÞEGAR
TÖLVAN KOM. Þar er eins og vanti eina línu á eftir 3. ljóðlínu. í ljóðinu í
RANGÁRÞINGI hefði mér einnig fundist fara betur á því hrynjandinnar vegna að
nota orðmyndina „Tindfjallajökull“ en „Tindafjallajökull".
/
Utlit, frágangur og uppröðun ljóða
Útlit bókarinnar er ákaflega vandað, uinbrot smekklegt með stóru og læsilegu
letri. Þetta er fyrsta ljóðabókin sem vitað er til að sé unnin til enda í héraðinu,
fyrir utan bókbandið, og getur Prentsmiðjan Svartlist á Hellu verið stolt af góðu
verki. Þó vil ég nefna að saklaus mistök hafa orðið við línuskiptingar í uppsetn-
ingu ljóðanna KVÖLD VIÐ RÍN og VIÐ SKEIÐARÁ.
Uppröðun ljóða er sjálfsagt verk Pálma sjálfs, og er ég mjög ánægður með
hana. í fyrri hluta bókarinnar er ljóðunum raðað saman ineð tilbreytni og fjöl-
breytni í huga, en síðari hlutinn geymir ljóð um nafngreinda vini og sam-
ferðarmenn. Einn hængur er þó á þessari uppröðun. Aftarlega í síðari hlutanum
eru tvö ljóð sem greinilega hefðu átt betur heima í fyrri hlutanum, ljóðin LAND-
NÁM REYKJAVÍKUR, sem fjallar minnst um Ingólf Arnarson en meira um
Reykjavík, og ÚT í MÝRI. í fyrri hlutanum eru hins vegar ljóð sem ef til vill
hefðu átt heiina í síðari hlutanum, ljóð eins og TIL MARGRÉTAR og MORG-
UNLJÓÐ TIL MARGRÉTAR.
Prófarkalestur er því miður ekki alveg hnökralaus. Sums staðar er ritháttur sem
ég kann ekki við, en ýmis skáld leyfa sér að rita á sinn hátt. Við því er auðvitað
ekkert að segja. Beinar ritvillur eru hins vegar nokkrar. Ég vil þó taka fram að
þessar villur eru allar saklausar, eins og það er kallað, það er augljóst hvað þarna
á að standa. Hins vegar trufla slíkar villur alltaf lestur slíks ljúfmetis sem ljóð
Pálma eru.
-30-