Goðasteinn - 01.09.2001, Page 36
Goðasteinn 2001
ísólfur Gylfí Pálmason alþingismaður:
Honum er seiglan
í blóð borin
Pabbi segir stundum: „Ég er einn af
þeim sem er svo „self made (sjálf-
sprottinn, sjálfmenntaður)““. Ég held
að það sé mikið til í þessu hjá honum.
Hvers vegna ætli hann segi þetta? Jú,
pabbi minn varð fyrir þeirri sáru raun
10 ára gamall, að missa móður sína og
var komið fyrir hjá vandalausu en góðu
fólki í Neðradal undir Vestur-Eyjafjöll-
um, sem reyndust honum í alla staði
vel. Systkini hans, Reynir, Svala og
Trausti ólust upp annars staðar, hvert í
sínu lagi. Á þeim tíma var lítið rætt um
raunir og sorgir sem þessar og gamli
pápi talar nánast aldrei um þær. Eitt er
víst að slíkur missir er sárari en hægt er
um að tala og hefur ævarandi áhrif á
hvern þann sem fyrir verður. Það er
e.t.v. þess vegna sem hann pabbi minn
er mjög dulur um eigin hagi og ber
ekki tilfinningar sínar á torg. Hins
vegar fær hann góða úrás fyrir tilfinn-
ingar sínar í ljóðagerð, einkum þegar
hann hefur ort til barnabarna sinna. Þar
eru margar ómetanlegar perlur sem
varðveitast.
Það hefur verið góður efniviður í
karli og seiglan er honum í blóð borin,
blessuðum. Dvöl hans í Héraðsskólan-
um á Laugarvatni mótaði hann vafalítið
talsvert, þar eignaðist hann marga vini,
sá vinskapur er eilífur. Á þeim tíma
hlotnaðist ekki öllum ungmennum það
tækifæri að komast í héraðsskóla og oft
minnist hann á lærifeður sína og söng-
hefðina sem þar ríkti og fylgt hefur
karli síðan. „Söngurinn lengir lífið“,
segir hann og fátt gleður hjarta hans
meira en söngurinn. Þess á milli flautar
hann lagstúfa fyrir munni sér á sinn
sérstæða hátt. Oft gerðu félagar mínir
grín að því í gamla daga. Mér var svo-
lítil stríðni í því þá, en núna hef ég
gaman af þessu.
En hvað er það fleira sem einkennir
pabba? Það er lífsgleðin og lífsþrótt-
urinn og ekki má gleyma brennandi
áhuga fyrir mönnum og málefnum.
Sumum finnst hann jafnvel svolítið
forvitinn svo ekki sé dýpra í árina
tekið. Sú forvitni er meinlaus og
rætnislaus, því aldrei taiar hann illa um
nokkurn mann. Ef hann heyrir eitthvað
ljótt, eða ef honum er treyst fyrir
leyndarmáli, lokast hann eins og bók,
en ef um góðar fréttir er að ræða eða
velgengni manna samgleðst hann inni-
lega og segir þær sögur oft og af gleði,
og sjaldan segir hann sömu söguna al-
veg eins, - það er nauðsynlegt að
-34-