Goðasteinn - 01.09.2001, Síða 37
Goðasteinn 2001
Hallgerður á Hlíðarenda
Uppi í brekkunni höfuðból horfir við sól,
húsfreyjan leit þaðan fljótið, jökul og sanda
þar sem hinn vopnfimi bóndi aldur sinn ól
óðalsborinn með snilli til munns og handa.
Við hliðina á Gunnari sterk ogfönguleg stóð,
með stoltið í augunum, kona mikillar gerðar,
örlynd og langrœkin, bregður ekki við blóð,
björt á hörund, lokkar sveipast um herðar.
Brennunjálssaga dregur upp dökka htið,
dœmir með orðum, er hetjur skal endalaust róma.
Hin aldna sagnritun léði henni aldrei lið
og lítið skyggnist í mannlega leyndardóma.
Svo Hallgerður lifir með þjóðinni þrjósk, en glœst
með þokka og reisn, enfornkonu er eifitt að skilja.
A örlagastundu þá sagan hefur sig hœst,
í hamingjuleysi neitar hún feigs mann vilja.
krydda þær eilítið, svona eftir
áheyrendum. „Það er ekki
sama, forvitni og hnýsni“,
segir hann og ég get nú verið
sammála því.
Það er mikill kostur í fari
pabba hve jákvæður hann er,
að hann sér spaugilegar hliðar
á flestum hlutum og gerir þá
grín að sér og öðrum. Hann
getur verið meinstríðinn og sú
stríðni erfist í aðra og þriðju
kynslóð og mikið ef sú fjórða
fær ekki svolítið af henni líka.
Pabbi er mikill Rangæ-
ingur í sér, þó að ættir hans
liggi meira í Arnessýslu og
upp í Borgarfjörð en í Rang-
árþing. Mamma hefur sjálf-
sagt ræktað enn frekar Rang-
æinginn í honum. Hún var heimasæta
úr Fljótshlíðinni en kynni þeirra urðu í
gamla kaupfélaginu. Það er von að það
séu samvinnu- og framsóknargen í
okkur krökkunum þeirra, og víst er að
foreldrar mínir hafa alltaf haft áhuga
og metnað fyrir velgengni barna sinna
eins og reyndar foreldrar hafa gjarnan.
Enn gerir hann tilraunir til að ala okkur
upp þó árangurinn sé nú svona og
svona.
Víst er að Hvolsvöllur er staðurinn í
huga hans, þar er allt best, og þar er
sífellt sumar. Þegar ég bjó annars
staðar en á Hvolsvelli var alveg sama
hvenær var hringt, alltaf var gott veður
á Hvolsvelli og strax í febrúarbyrjun
var farið að vora og sagt: „Fyrsti vor-
dagur í dag!“ Það er ekki óeðlilegt þó
ræturnar séu djúpar í Vellinum, því í
raun má segja að þau teljist meðal
landnámsmanna staðarins.
Pabbi er samviskusamur, traustur og
áreiðanlegur. Hann er íhaldssamur og
ekki mikið gefinn fyrir breytingar. Það
sért best á því að hann gegndi sama
starfi í 44 ár sem sýslufulltrúi á sýslu-
skrifstofunni á Hvolsvelli. Þó hann
hefði átt kontorinn hefði hann ekki lagt
harðar að sér. Ég man þegar hann tók
stundum með sér peningakassann heim
og hann og mamma voru að gera upp
eftir daginn við eldhúsborðið eftir
kvöldmat. Ég er viss um að þau voru
ekki á næturvinnutaxta þá, og þegar ég
minnist á þetta segja þau alltaf. „Við
höfum komist vel af þrátt fyrir það.“
Hér í gamla daga komst hann oft ekki í
-35-