Goðasteinn - 01.09.2001, Side 38
Goðasteinn 2001
Selfoss
Hér við straumþunga á
vil ég staifa og sjá
áfram stórhug í vaxandi bœ.
Hér erframtíðin björt,
margt til framfara gjört,
hér erfegurð með kyrrlátum blæ.
Hér við bjargfasta brú
ríkir bjartsýni og trú,
hér við barnsvöggu amma þín vakti og bað.
Hún var frumbyggi hér,
þar sem framtíðin er.
Hér erfarsceld í mannlífi á blómstrandi stað.
hádegismat nema að taka með sér við-
skiptavini af sýsluskrifstofunni, þetta er
ólíkur heimur frá þeim sem er í dag.
Pabbi er mikill náttúruunnandi og
útivistarmaður, gengur mikið og hjólar.
Oft tekur hann hundinn okkar með,
þeir félagar eru báðir nokkuð sérvitrir
en traustir vinir, og fara þá miklar sög-
ur um ævintýraferðir þeirra félaga.
Enda ber hundurinn ómælda virðingu
fyrir þeim fullorðna. I fyrra, rétt fyrir
fermingu Kolbeins sonar míns, fóru
pabbi og hundurinn í gönguferð niður
með Þverá. Hundurinn hljóp fram á
ísspöng og lenti í vatninu. Gamli pápi
gerði sér lítið fyrir og fór á eftir hundi,
óð upp í háls, náði í hnakkadrambið á
honum og dröslaði hundinum í land
eftir mikinn buslugang. Síðan hélt hann
á hundinum talverða leið og þeir komu
heim hundblautir í orðsins fyllstu
merkingu. Úti var talsvert frost og
gola. Hundurinn var eftir sig eftir volk-
ið en lítið sá á karli, það eina sem hann
hafði áhyggjur af var að
seðlaveskið hafði blotnað.
Þegar við inntum karl eftir því
hvers vegna hann hefði lagt
svona hart að sér til að bjarga
hundinum sagði hann. „Jú, ég
vildi ekki skemma fyrir ykkur
fermingarveisluna, ég er viss
um að þið hefðuð séð meira
eftir hundinum en mér.“ Sag-
an er lítið dæmi um húmor-
íska frásagnarlist pápa.
Pabbi er félagslyndur, var
lengi kirkjuhaldari, sat í sýs-
lunefnd, söng í kirkjukórnum,
var stjórnarformaður kaupfélagsins og
var lengi fréttaritari Tímans, og það er
þess vegna sem ónefndur vinur hans
kallar hann á hátíðarstundum „heilagan
Tímóteus“ og mömmu „siðameistar-
ann“. Þetta þykja mér miklar heiðurs-
nafnbætur.
Auðvitað hefur pabbi mótast af
samferðafólki og samstarfsmönnum
sínum. Hann vann t. d. með þremur
sýslumönnum, Birni Fr. Björnssyni,
Böðvari Bragasyni og Friðjóni Guð-
röðarsyni. Allir hafa þessir heiðurs-
menn haft áhrif á karl og hann e.t.v.
líka á þá. Altént urðu þeir allir hinir
bestu vinir foreldra minna. Ég er ekki
frá því að hún mamma mín hafi einnig
haft áhrif á karl með rólegheitum sín-
um, seiglu og staðfestu. Ég held að það
sé ekki bara af íhaldseminni sem þau
hafa verið hjón í 55 ár, heldur af um-
hyggju og væntumþykju. Þau hafa
meira að segja búið í sama húsinu í 53
ár. Stundum er líka sagt við okkur syst-
-36-