Goðasteinn - 01.09.2001, Page 41
Goðasteinn 2001
Þórður Tómasson Skógum: Kross og Krosskirkja
igr "NCa f _ ' §1 (JL hl JÉ *
150 ára minning ÍA
Á merkum minningardegi í sögu
Krosskirkju í Landeyjum er mér trúað
fyrir því að rekja að nokkru söguna
sem býr hér að baki. Ég þakka þá veg-
semd og met hana mikils því tengsl
mín við Landeyjabyggð eru mjög sterk.
I guðsbarnareit Krosskirkju hvíla afi
minn og amma, langafi og langamma,
forfeður og formæður langt aftur í
tíma. „Og svo er sem mold sú sé manni
þó skyld / sem mæðrum og feðrum var
vígð“, sagði þjóðskáldið. Hugstætt er
mér það þá einnig að til Landeyinga
hef ég sótt marga þá gripi sem í
Byggðasafninu í Skógum bera birtu á
líf og starf fólks í liðinni tíð og tjá
menningu þeirrar þjóðar sem bjó hér
við ystu höf um aldir, við kröpp kjör,
en alltaf með sólarsýn.
Kross í Landeyjum á sér tvíþætta
sögu, annarsvegar sögu helgistaðar um
aldaraðir, hinsvegar sögu um búsetu og
mannlíf allt frá landnámsöld, ef að lík-
um lætur. Hér mun ég að mestu halda
mig við vígða þáttinn. Bæjarheitið
Kross vekur spurningar. Engum bland-
ast víst hugur um að það tengist krist-
inni trú. Systkinin, Ljót, Hildir og Hall-
geir, sem reistu fyrstu byggð í Land-
eyjum um aldamótin 900 voru komin
vestan um haf og kynnu að hafa verið
kristinnar trúar, allavega hafa þau
þekkt vel til hennar. Jörðin Kross var í
röð höfuðbóla á miðöldum og setin af
höfðingjum sem við vitum því miður
allt of lítið um en tveir örlagaatburðir
tengjast þessum tíma, nefndir Kross-
reið fyrri og Krossreið seinni.
Krossreið fyrri gerðist árið 1360.
Frá henni greinir svo í Flateyjarannál:
Markús barkaður fór heim að
Ormi á Krossi, kona hans og
synir tveir og veitandi honum
áverka en sum haldandi fyrir og
þar fyrir var Markús, kona hans
og sonur dcemd dauðamenn á
Lambeyjarþingi af tólf mönnum
og síðan lét Arni Þórðarson er
þá hafði konungsvald höggva
þau eftir dóminum.
Næsta ár lét Smiður Andrésson
höggva Árna Þórðarson fyrir Barkaðar-
mál á Fambey „frjádag næstan fyrir
Jóhannis messu babtista“ (18. júní).
Árni var það ár hirðstjóri. Hann var
stórættaður maður, sonur Þórðar Kol-
beinssonar Auðkýlings. Smiður
Andrésson og Jón Guttormsson frá
Kolbeinsstöðum, áður hirðstjóri, voru
drepnir í Grundarbardaga árið 1362.
-39-