Goðasteinn - 01.09.2001, Síða 44
Goðasteinn 2001
sem áttu og sátu Kross á miðöldum
hafa rækt vel kirkju sína og búið hana
góðum gripum. Um það vitnar Vilkins-
máldagi frá um 1397:
Kirkja að Krossi er helguð Guði,
Maríu drottningu, Jóni postula
og Olafi kóngi. Þar er prestskyld
og 4 merkur kaups og skylt að
syngja hvern dag messu um Jóla-
föstu og Langaföstu og hvern dag
hina helgu viku og so þá er 9
lectíur eru í óttusaung. Hvers-
dagliga skal messu syngja tvo j
daga í viku. Kirkjan á innan sig
tvenn messuklœði, 2 altarisklœði ;
með dúkum og annað með mjóum
hlöðum, óttusöng sloppur og
kantara kápa og vont fornt font-
klæði, skírnarsteinn, altarisbrík
steinda og smeltan kross og ann-
an steindan, Maríuskrift, Olafs- i
skrift og Jóns líkneski postula,
merki og trékross, glóðarker með
kopar, kertistikur 2 með kopar,
vatnskall og sacrarium, munn-
laug með kopar, kaleik, lýsimunn- \
laug, klukkur 3, tvœr bjöllur, \
vond stika. Þar fylgir 16 búfjár
kúgildi, hálft hvort kýr og ásauð-
ur, 100 vöru og 100 í hafnarvoð-
um og hundraðs hross. Item hálf- j
ur fjórðungur vax. Þangað liggja
18 bœir að tíundum og lýsitollum
og 6 bœnahús, skal syngja annan \
hvern dag og hinn fjórða hvern
óttusaung, nema prestur sá er
þar býr eigi landið. Að Krossi er
leyfður allra manna gröftur. Þar >
skal ávallt kirkja vera og sá
ábyrgjast að alldri farist það er
hún á.
Menningarlegt hrun varð á íslandi
með siðaskiptunum 1540. Fram að
þeim tíma voru kirkjur listasöfn lands-
ins með ljölda listgripa frá meginlandi
Evrópu. Með nýjum sið var mörgum
þeirra ofaukið í messuhaldi, líkneski
áttu sér engan rétt, fagurlega lýstar
messubækur urðu að engu á skömmum
tíma. I Gíslamáldögum frá um 1570
segir um Krosskirkju:
Kirkjan að Krossi á heimaland
hálft. Item 6 kýr og 5 ásauðar
kúgkildi, 15 aura kapall. Item
innan kirkju ein messuklæði, silf-
ur kaleikur, altarisklœði, 2 grall-
arar, 2 klukkur og þriðja kór-
bjalla, 2 koparpípur. Fastaeign 2
hundruð hundraða og 20 hundr-
uð.
Orð máldagans um fastaeign vekja
furðu, Krosskirkja átti aldrei neinar
jarðeignir nema hlut sinn í heimalandi.
Kirkjugripir eru varla allir fram taldir í
þessum máldaga. Brynjólfur Sveinsson
biskup visiteraði Krosskirkju árið
1641, dómkirkjueign en á ábyrgð sókn-
arprestsins séra Eiríks Þorsteinssonar
sem átti lengsta starfsævi allra Kross-
presta, 46 ár (1635-81). Visitasían ber
vitni samfélagi sem átti í vök að verjast
og naumt um föng til að halda uppi
sæmilegum guðshúsum. I visitasíu
biskups er lýst hrörlegri torfkirkju með
-42-