Goðasteinn - 01.09.2001, Page 45
Goðasteinn 2001
veggjum svo tilgengnum að máttarvið-
tim var ekki óhætt. Reisiþak af fjalviði,
undir torfi, var yfir kór og kirkju. Lasið
þil fyrir austurgafli, væntanlega heilþil
móti vestri og á því hurð á járnum og
með koparhring. Einn glergluggur
lasinn. Kór og kirkja til samans 8
stafgólf. „Eitt stafgólf þiljað í kórnum,
vart annað í kirkjunni“, segir í visi-
tasíunni. Hálfþil var milli kórs og
kirkju undir bita. Karlamegin í fram-
kirkju voru 7 stólar (þ.e. bekkir), 2
kvennamegin. „Steingangur (þ.e. hellu-
gólf) millum stóla.“ Tvær myndskreytt-
ar bríkur eru á kórgafli í kirkjunni,
aðrar tvær sunnanmegin í kórnum,
væntanlega allar frá katólska tímanum.
Til var einnig „gamalt crucifix“ af kop-
ar, líklega smelti krossinn í Vilkins-
máldaga. Grallarar tveir sem um getur í
Gíslamáldaga eru farnir veg allrar ver-
aldar. Kirkjan átti Biblíu, væntanlega
Guðbrandsbiblíu. Um hana segir visi-
tasían:
Biblía forn og rifin, það á hennar
spjöll og annað vantar til segir
Biskupinn sr. Eiríki að krefja af
sínum formanni (þ.e. forvera)
kirkjunnar vegna eður hans erf-
ingjum.
Sr. Eiríkur hafði afrekað það, rétt
nýkominn að embætti er hér var komið
sögu, að Iáta út flytja til kirkju sinnar
tvær nýjar klukkur. „Kostaði þar uppá
7 hundruð vöru.“ Þessar klukkur hanga
væntanlega uppi í turni Krosskirkju á
því herrans ári 2000. Ekki er þar auð-
gengið að þeim. Sjá má að þær eru
veglegar enda að verðgildi eins og sjö
hundraða jörð árið 1641. Ætla má að
gamall klukkukopar hafi verið sendur
til Kaupmannahafnar til steypunnar.
Jón Vídalín biskup visiteraði Maríu-
kirkju á Krossi þann 24. maí 1704 og
kveður hana eiga prestsskyld í heima-
landi eftir máldögum og kallaði Gísli
Jónsson biskup það hálft heimaland.
Kirkjan var þá í aumu ástandi. Hún var
í fimm stafgólfum og þiljuð utarígegn.
Húsið var lasið, fúið að yfirrjáfri og
bitahöfðum enn torfverkið heillegt. Sex
setustólar voru fram í kirkjunni með
einu kvensæti. Biskup gaf fyrirmæli
um það að kirkjan yrði endurbyggð og
mætti ekki undandragast að gert yrði
innan tveggja ára. Prestur og héraðs-
prófastur áttu hvor um sig að tilkalla
þrjá menn til að virða hina gömlu
kirkjuviði. Við sjáum glöggt fyrir
okkur fátækt þessa guðshúss, með
óþiljuðum torfveggjum og fúnu og leku
rjáfri.
Átjánda öldin þokaðist áfram til
enda, ein sú svartasta í þjóðarsögunni.
Ný kirkja var reist á Krossi 1740 og
önnur tók við af henni 1790. Víðkunn-
ur maður sótti Kross heim árið 1793 og
gisti þar eina nótt, Sveinn Pálsson
læknir. Þar var þá prestur séra Ög-
mundur, sonur Presta-Högna á Breiða-
bólstað og þjónaði Krossþingum frá
1785-1799. Sveinn skráir svo um
Kross í Dagbók sinni:
Þar hafði gamall maður og
guðhrceddur nýlega reist lagleg-
-43-