Goðasteinn - 01.09.2001, Page 46
Goðasteinn 2001
ustu kirkju og flutt þangað frá
Vestmannaeyjum Baldursbrá sem
er mjög sjaldgæf á þessum slóð-
um og gróðursett hana uppi á
bœnum.
í tíð séra Ögmundar urðu eigna-
skipti á Krossi. Undir aldamótin 1800
voru allar jarðir Skálholtsstóls í sölu.
Ríkisprestur, séra Markús Magnússon í
Görðum á Álftanesi, keypti Krosstorfu
árið 1794 og seldi hana árið 1804 Jóni
Björnssyni hinum ríka í Drangshlíð
undir Eyjafjöllum. Þau kaup voru gerð
til þess að auka auð í garði ríkisbónd-
ans en þeim fylgdi einnig sú ábyrgð að
halda Krosskirkju við. Síðar komst
eignin í umsjá sona Jóns, Guðmundar,
Hjörleifs og Björns. Jón skipti jarð-
eignum sínum milli erfingja 1846.
Meginheimild um sögu Krosskirkju
á 19. öld er varðveitt á tveimur bókum
í Þjóðskjalasafni, hinum svonefnda
kirkjustól. Eldri bókin, sem nær fram
um miðja öldina, er stórskemmd af
raka en hefur fengið þá búningsbót að
hægt er að handleika hana án þess að
blöð molni. I handritið hefur Jón Sig-
urðsson bóndi í Skarðshlíð undir Eyja-
fjöllum, faðir Þuríðar á Keldum, skráð
merka greinargerð:
Þessa bók beiddi Signor Jón
Björnsson mig að uppbinda og
endurbœta hvað ég gat ekki án
þess að rífa upp hennar gegnum-
dragning og innsigli þar hún var
orðið svo rotin og víða þurfti á
hana að líma eins og hún sjálf
sýnir, fyrir hvað ég vil hafa fjóra
fiska.
Skarðshlíð þann 19. jan. 1830.
Jón Sigurðsson.
Kirkja séra Ögmundar lét fljótt á
sjá. Hún var mjög af sér gengin árið
1806, gaflhlað þá nærri fallið á kórbita.
Mikil viðgerð fór fram á henni 1810.
Síðasta torfkirkja á Krossi var reist árið
1828, dæmigerð fyrir útbrotakirkjur
liðinna alda á Islandi. Tvær stafaraðir
eftir endilöngu húsi skiptu því í þrjá
hluta, útbrotin voru utan stafa út að
veggjum. I visitasiu Helga Thordersen
prófasts í Odda að kirkjunni nýrri segir
að húsið sé gert upp með fyrra bygg-
ingarformi, með móleðri, áfellum og
slagsillum og klæðning að mestu af
gömlum borðum. Tveir gluggar með
fjórum stórum rúðum voru sunnan-
megin á kirkju og einn með sex smáum
rúðum var norðanmegin. Sex rúðu
gluggi var yfir prédikunarstóli. Engum
hefur verið ofbjart í augum í því húsi.
Þess er getið að fjalagólf sé í kór,
hellugólf hefur verið í framkirkju. Kór-
inn var þiljaður umhverfis með nýju
plægðu og vönduðu listaþili og þil var
milli kórs og kirkju hið neðra og pílárar
yfir líkt og í arftakanunr, kirkjunni sem
reist var 1850. Fastabekkir voru um-
hverfis í kórnum. Kvennamegin í fram-
kirkju voru 12 stólar með bríkum og
bakslám og karlamegin voru 11 stólar.
Milli stóla voru lagðar fjalir og þess
getur að þær séu hálflausar þegar á er
44-