Goðasteinn - 01.09.2001, Side 50
Goðasteinn 2001
sömu sem verið höfðu og virðist
hvörutveggja vel hæfilegt til
helgrar brúkunar og húsinu sam-
boðið. Skírnarfontur stendurfyrir
norðan kórdyr, ferkantaður, er
nýsmíðaður og fer í alla staði
sæmilega. Prédikunarstóllinn, j
sem settur er sunnan megin
kórdyra so sem tilhlýðilegt er, er
einnig nýr. Hann er (með) 8
hliðum, hverjar tvær opna inn-
ganginn með tveimur vœngja-
hurðum á járnum og klinka fyrir
að ofan. Að ofan er hann brydd-
aður með rauðu klæði. Allt
umhverfis í kórnum eru fastir
bekkir með tveimur bríkum
hverju megin altaris og tveimur
hverju megin kórdyra. Tveir
lausabekkir eru hvorumegin.
Millum kórs og kirkju er þiljað
upp undir bakslárnar og fyrir
ofan þœr eru settir pílárar upp í
aðra þverslá, sem greipt er í
dyrastólpa lektur, ofan á hverja
settir eru hœfilega stórir rauðir
húnar. I framkirkjunni eru II
stólar að norðanverðu og 7 að
sunnanverðu, auk dyrabekksins \
bak við stigann, allir með brík-
um. Þar að auki eru tveir fastir
bríkarstólar millum þilsins og
prédikunarstólsins. I loftinu eru
sömuleiðis 8 setustólar, allir með
bríkum, norðanmegin og eins 6
sunnanverðu. Að innanverðu er
eins lagað skilrúm millum inn og
framkirkju eins og áður er lýst
millum kórs og kirkju. Fram-
stafninn er líka þiljaður að inn-
an. Turn er reistur upp afhonum,
hérumbil þrjár og hálf alin að
hœð, upp í hvern festar eru kirkj-
unnar klukkur. Framan á honum
er fjögra rúðu gluggi á skáform
og kringlóttur tréhringur í kring-
um hann. A byggingu hússins eru
þrjú gluggafög sunnan megin,
með 16 rúðum, samt og yfir
prédikunarstól eitt minna fag
með 12 rúðum og annað qf sömu
stœrð er á framstafni. Yfir pré-
dikunarstóli er áttkantaður him-
inn, málaður Ijósbrúnn, með
rauðum brúnum og gulri átta-
blaðarós í miðju, festur með
járnhlekk uppá yfirbyggingu
kirkjunnar. A austurstafni kirkj-
unnar fyrir ofan hvelfingu er
fjögra rúðu gluggi. Báðar hvelf-
ingarnar, sem og standþilin fyrir
neðan þær, skilrúmið milli kórs
og kirkju og hitt millum loftsins
og hákirkjunnar, allir fastir og
lausir bekkir í kórnum og 4
innstu kvenstólarnir eru alltfarf-
að með Ijósbláum lit og er í
áformi að öll kirkjan verði þann-
ig máluð þegar faung eru til.
Prédikunarstóllinn er málaður
fagurblár, með fagurrauðum
röndum um fótinn og hvítri rönd
efst. Húnarnir á stólpum kórdyra
eru með sama lit og sjálfur pré-
dikunarstóllinn. Hinir umtöluðu
pílárar í skilrúmunum og þeir
-48-