Goðasteinn - 01.09.2001, Page 51
Goðasteinn 2001
þverrimlarnir sem þeir eru festir
í og lagðir eru fyrir ofan þá, eru
dökkrauðir eins og umgjörðin að ;
grátunum enn hinn neðri er með [
dökkum lit. Pílárar grátanna eru
hvítmálaðir, sömuleiðis skírnar- j
fonturinn. Sex Ijósapípur af tré
sem hera 2 Ijós liver, eru hœði í
efri og neðri kirkjunni. Allar eru
þær farfaðar dökkarauðar. Um \
þessa daga er nýbestilltur Ijósa- \
hjálmur af kristall, sem ber sex
Ijós, festur upp í fremsta part
innri hvelfingarinnar og kemur
hann ekki til útgjalda kirkjunni \
fyrr en á nœsta fardagaársreikn-
ingi. Brotin af hinum gamla
koparhjálmi eiga þá um leið að
fœrast kirkjunni til inntektar og
má pundið í þeim kopar ei seljast j
minna enn frá 40 til 48 sk—.
Kirkjan er velbikuð enn bœta
þyrfti á bikunina í haust, eins og
líka hennar núverandi fjárhalds-
maður hafði fyrirhugað enn \
votveðurátta og aðrar kringum-
stæður hafa til þessa gjört það
ómögulegt. Hlerar á járnum eru
fyrir öllum gluggafögum neðri
byggingar hússins. Kirkjugarð-
urinn, sem og grindurnar í sálu-
hliðinu, eru í sæmilegu standi.
Prófasturinn álítur nauðsynlegt
að kirkjugarðurinn sé stækkaður
og vonar hann að allir hlutaðeig-
endur komi sér góðsamlega sam-
an um hvernig því best megi
verða framgengt. Grjótstétt er |
lögð frá sáluliliði til kirkjudyra
enn mjög vœri æskilegt og líka
nauðsynlegt að önnur grjótstétt
vœri lögð fyrir utan kirkju-
garðinn upp að sáluhliðinu og
aftur önnur frá hliðinu að norð-
anverðu upp að bæjarstéttinni. “
Lengra nær visitasíugjörðin ekki.
Vert er að geta þess að ljósahjálmurinn
sem kemur til kirkjunnar 1851 kostaði
22 ríkisdali. Brotin úr gamla ljósa-
hjálminum, sex og hálft pund að
þyngd, voru seld fyrir 2 rbd, 68 sk.
Kirkjueigandi bar alla ábyrgð á fjár-
haldi kirkju sinnar. Það tók mörg ár að
greiða niður kirkjuskuldina frá 1850.
Kirkjur voru tekjulágar og oftast stóð í
járnum með tekjur og útgjöld þeirra
þótt ekki væri staðið í stórræðum.
Megintekjuliðir voru fjórir, fasteigna-
tíund og lausafjártíund sóknarmanna
og ljóstollar og legkaup. Krosskirkja
fékk 15 legkaup fardagaárið 1851-52,
einn ríkisdal af hverri jarðarför. Þau
áttu að vera það ár 20 en um 5 þeirra
segir reikningurinn: „óvíst að borgað
verði vegna fátæktar“. Þetta segir sína
sögu um ástæður fólks.
Austur-Landeyjar voru fjölbyggðar
á þessum tíma og fólk gekk til altaris
vor og haust. Altarisgöngur kröfðust
útgjalda og í kirkjureikningnum 1851-
52 eru færðir 16 pottar af kirkjuvíni og
600 oblátur. Nákvæmlega sama færsla
er í reikningi Krosskirkju 1854-55.
Ljóstollur var greiddur í tólg, öll
kirkjukertin voru steypt á prestssetrinu
og til þeirra þurfti að kaupa útlent
Ijósagarn.
-49-