Goðasteinn - 01.09.2001, Page 55
Goðasteinn 2001
á Krossi um aldir og fagnaði kirkju-
gestum að hlýjum huga í húsuin sínum
og að ég ætla oft af smáum föngum. Ég
var svo sæll að kynnast Guðna Gísla-
syni frá Krossi og Helgu Þorbergsdótt-
ur konu hans, fyrst í heimahúsum þeir-
ra og síðar sem nágrönnum mínum í
Skógum. Ég vissi að þau sátu garð sinn
með þeirri sæmd að vera öllum vel og
enginn gat flutt guðsorð af meiri
innileik í kirkju sinni en Guðni. Ég
man að hann sagði mér frá því að í
æskuleikjum hans í Gerðum í Land-
eyjum byggði hann sér bæi og alltaf
voru það kirkjubæir. Hann þakkaði það
svo forsjón guðs að hann varð kirkju-
bóndi. Slíkra manna er gott að minnast.
Margt gott söngfólk prýddi messur í
Krosskirkju á 150 ára tímabili, fáir þó
að ég ætla umfram niðja Þórðar
Guðnasonar bónda í Stóru-Hildisey
árin 1838-1894 og konu hans, Mar-
grétar Jónsdóttur. Olafur sonur þeirra
var forsöngvari í kirkjum undir Eyja-
fjöllum og ekki man ég betur en hafa
heyrt son þeirra, Jón, syngja í Ríkis-
útvarpinu á 100 ára afmæli sínu 1956.
Af þessari ætt er einn besti tónlistar-
maður landsins, Jónas Ingimundarson.
Eg kynntist tveimur listrænum organ-
leikurum Austur-Landeyja, þeim
Björgvin Filippussyni í Bólstað
(f. 1896,d. 1987) og Guðjóni Jónssyni í
Hallgeirsey (f. 1892, d. 1980). Fjölradda
sálmasöngur hefur sett fagran svip á
messur byggðarinnar um áratugi.
Kirkjukór var stofnaður 1943. Haraldur
Júlíusson bóndi í Akurey varð organisti
1968.
Ekki get ég varist því að nefna hér
nafn frænda míns og vinar, Erlends
Árnasonar bónda á Skíðbakka. Hann
unni sveit sinni og kirkju af heilum hug
og verka hans mun lengi sjá stað. Mörg
fleiri nöfn mættu hér fram koma en ég
læt staðar numið enda margir sem
myndu gera þessu efni betri skil.
Krosskirkja varðveitir í 150 ára sögu
margar minningar, minningar frá sorg-
arstundum og gleðistundum safnað-
arins sem átti í henni athvarf og traust
trúar sem stefnir í öruggri vissu til birt-
unnar handan við líf og dauða þess
heims sem við dveljum í skamma
stund.
Ég óska Austur-Landeyingum til
hamingju ineð daginn og vona að hag-
sæl framtíð bíði þess dugmikla fólks
sem sveitina byggir og að það megi
standa tryggan og góðan vörð um
gömlu kirkjuna sína og boðskap meist-
arans rnikla sem þjóð vor gekk á hönd
á helgum stað fyrir 1000 árum.
(Erindi flutt þann 5. nóv. 2000 á 150
ára hátíðarsamkomu Krosskirkju í
Gunnarshólma, nú nokkuð aukið.)
Heimildir: Landnámabók, Islenskt forn-
bréfasafn, Flateyjarannáll í Flateyjarbók,
Biskupaannálar séra Jóns Egilssonar í Safn
til sögu íslands I, Visitasíubækur Brynjólfs
Sveinssonar og Jóns Vídalín, Ferðabók
Sveins Pálssonar, Rvk. 1945, Kirkjustóll
Krossþinga o.fl.
Skammstafanir sem hér koma fyrir, rbd.
og sk., merkja ríkisbankadalir og skild-
ingar.
-53-