Goðasteinn - 01.09.2001, Síða 60
Goðasteinn 2001
og mögulegt er. Hann verður að „upp-
lifa“ eitthvað, verða fyrir hughrifum
sem fá hann til að gleyma gráum
hvunndeginum heima og því andrúms-
lofti sem þar rfkír.
Við verðum að hrífa hann með okk-
ur, hjálpa honum að komast í það hug-
arástand sem skolar honum að „árroð-
ans strönd“.
Þetta markmið krefst þess að við
gerum eitthvað fyrir hann, sjáum hon-
um fyrir einhverri afþreyingu, eins og
það heitir á nútímamáli. Það dugir ekki
lengur að lokka ferðamenn til landsins,
láta þá bara skrölta á milli staða í rútu-
bíl og setja þá svo í geymslu á misgóð-
um gistihúsum, þegar kvöldar. Þessi
tegund ferðamennsku er ekki lengur
vænleg til árangurs.
Það skildi enski listmálarinn og
fornfræðingurinn Collingwood reyndar
fyrir hundrað árum. Eftir að hafa ferð-
ast á milli sögustaða á íslandi sumarið
1897 svaraði hann fáeinum spurning-
um Einars H. Kvarans rithöfundar fyrir
blaðið Isafold. í þessu forvitnilega við-
tali segir Collingwood fyrir, að móttaka
ferðamanna eigi eftir að verða mikill
atvinnuvegur á íslandi. í framhaldi af
því nefnir hann nauðsyn þess að
Islendingar efni til einhvers konar
„viðburða“ fyrir þá ferðamenn sem
hingað koma. Að öðrum kosti nái þessi
atvinnuvegur ekki að blómstra.
Þarna var hinn enski gestur býsna
framsýnn, svo ekki sé meira sagt. Og
til að fullrar sanngirni sé gætt verður að
nefna að þetta hafa ýmsir sem starfa að
ferðaþjónustu þegar skilið. Svokallaðar
„viðburðaferðir“ (event-tours) hafa
töluvert færst í aukana á síðustu árum.
I slíkum ferðum er reynt að bjóða sem
allra mesta afþreyingu. Þar má nefna
fljótasiglingar, jeppaferðir og jöklaklif.
Það er vissulega áhrifamikið fyrir
erlendan borgarbúa að sullast um á
beljandi jökulfljóti og upplifa háskann
sem meistari Þórbergur lýsir í Vatna-
deginum mikla, frásögn sinni af því
þegar hann reið yfir Skeiðará vætu-
sumarið 1933 og þá fyrst þegar hest-
arnir, gegnvæstir og kaldir, hófu sig
með hann upp á „sólbakaða strönd
fyrirheitna landsins“, skildi meistarinn
„innanfrá, að hér hafði gerzt eitt af
furðulegustu átökum í vatnasögu ís-
lendinga". En „viðburðir" geta líka
verið annars konar en að láta hringsnúa
sér í hvífyssandi karúseli jökulfljóts.
Það getur líka verið viðburður að
komast í tæri við það líf sem lifað var í
landinu, endur fyrir löngu. Og það á
bæði við um innlenda og erlenda ferða-
menn. 1 því sambandi held ég að heiin-
ur þeirra sagna sem ókunnir skriffinnar
festu á skinn fyrir nálega 700 árum geti
orðið til þess að vekja mikil hughrif hjá
ferðalöngum, eins og reyndar gerðist,
þegar þýskir lærdómsmenn og breskir
aðalsmenn lögðu land undir fót og
sigldu hingað á 19du öld, með það
fyrir augum að heimsækja staðina þar
sein Islendingasögurnar gerast.
Einn af frægustu ferðamönnum í
þessum hópi var einmitt málarinn
Collingwood sem fyrr var nefndur.
Nú má vera að það liggi ekki í aug-
um uppi, hvað það er sem gæti heillað
-58-