Goðasteinn - 01.09.2001, Page 61
Goðasteinn 2001
ferðamenn í þessu sambandi. Til að
nálgast svar við þeirri spurningu vil ég
leyfa mér að vísa til þess sem Vésteinn
Olason prófessor segir í bók sinni
„Samræður við söguöld“, sem kom út
fyrir fáeinum árum.
Það er forvitnilegt að sjá hvernig
Vésteinn svarar spuriningunni, hvaða
erindi íslendingasögur eigi við nútím-
ann. En það gerir hann með eftirfarandi
orðum:
Vinsœldir þeirra enn í dag stafa
vœntanlega bœði af skemmtana-
gildi -þœr eru sannarlega vel
sagðar - og af því hvernig þœr
tengja það sem er kunnuglegt og
framandi. Sögurnar draga upp
skýrar myndir affólki sem getur
orðið lesanda nákomið og tekst á j
um það sem mestu varðar í lífi
þess, en heimurinn sem þetta fólk
lifir í og siðferðið sem það lifir
eftir er í mörgum atriðum aiger- j
lega framandi nútímamanninum.
Þegar grannt er skoðað kemur í ljós
að Vésteinn er í raun að tala um ákveð-
na þætti sem jafnframt eru mikilvægir í
ferðamennsku. Þegar við höfum ofan
af fyrir ferðamönnum varðar miklu, að
okkur takist að tengja það sem er fra-
mandi við hitt sem er kunnuglegt. Þó
að við séum að kynna ferðamanninum
framandi heim verður hann um leið að
geta tengt það með einhverjum hætti
við eitthvað sem hann sjálfur þekkir.
Annars verður það sem hann er að
upplifa hreinn óskapnaður. Putarnir í
Putalandi Gúllívers eru að vísu mjög
frábrugðnir honum sjálfum í stærð og
útliti, sem veldur því að líf þeirra er um
margt öðru vísi en hans eigið. A hinn
bóginn hugsa þeir á svipuðum nótum
og mannfólkið sjálft: þeir eiga í mjög
svo mannlegum átökum við féndur
sína, svo dæmi sé nefnt og þurfa jafn-
framt að glíma við ýmis önnur mann-
leg vandamál.
Svo að við notum tískumál mætti
orða þetta þannig, að kynningu á hin-
um forna menningararfi okkar verði að
vera hagað á þann veg, að gesturinn
geti tengt efnið sínum eigin „reynslu-
heimi“. Og það krefst þess auðvitað að
við höfum sjálf innsýn í „reynsluheim“
þeirra gesta sem til okkar koma. Þess
vegna er mikilvægt að þeir sem vinna
nauðsynlega hugmyndavinnu á þessu
sviði, hafi sjálfir sem drýgsta reynslu af
þvi að umgngast ferðamenn. Það getur
hreinlega skipt höfuðmáli í þessu tilliti.
Og af því að ég var farinn að minn-
ast á það, hvernig heimur svonefndra
Islendingasagna getur orðið ferða-
mönnum eftirminnileg upplifun, ef rétt
er á málum haldið, langar mig enn að
vitna til þess sem Vésteinn Ólason
segir um þennan mjög svo framandi
heim í bók sinni „Samræður við sögu-
öld“. Þar lýsir höfundur því á athyglis-
verðan hátt, hvað kynni fólks af heimi
saganna geta fært því í aðra hönd:
Áhugi á framandi heimi nærist
ekki á fánýtum draumi eða ósk
um að hverfa burt úr samtím-
anum aftur í tímann, en hann
-59