Goðasteinn - 01.09.2001, Page 62
Goðasteinn 2001
getur skapað nýjan skilning á
okkar heimi, sýnt að til eru fleiri
hœttir á að vera í heiminum en
sá háttur sem við höfum fœðst til.
Þetta er býsna merkileg skoðun. Hér
er beinlínis ýjað að því að sá sem
kynnist heirni sagnanna geti farið að
sjá sitt eigið líf í nýju ljósi; honum geti
m.ö.o. opnast ákveðnar víddir, nýr
skilningur á því lífi sem hann sjálfur
lifir.
Og þó að þetta virðist kannski við
fyrstu sýn alveg skelfilega háfleyg
hugsun, þá er í henni býsna jarð-
bundinn kjarni og hann á erindi til okk-
ar sem sinnum ferðamönnum.
Það er mjög eftirsótt hjá ferðamönn-
um, einkum þeim sem hafa frekar
rúman fjárhag, að komast í ferðir þar
sem þeir eiga þess kost að kynnast
betur sínum innri manni, hvort sem það
eru einhvers konar háskaferðir í villtri
náttúru, eða innhverf íhugun. Og ég
held að ferð til framandi landa sé í
augum ferðamanna sem hingað koma
þá fyrst verulega vel lukkuð, þegar
menn koma heim og finna að þeir eru
ekki samir eftir, - þ.e.a.s. kynni þeirra
af nýju landi hefur náð að opna þeim
nýja sýn, hræra við þeim innst inni, -
breyta jafnvel viðhorfi þeirra til lífsins,
þó ekki væri nema ofurlítið.
Það er einmitt þetta sem Vésteinn
Olason telur að kynni fólks af sögunum
okkar geti gert. Og með slíka eðalfína
beitu á önglinum ætti að vera hægt að
„veiða“ býsna marga ferðamenn.
Um starfsemi Sögusetursins
Þetta er það sem við höfum verið að
reyna - með þokkalegum árangri - hér á
Njáluslóð. Við erum fyrir löngu búin
að gera okkur ljóst að það er ekki nóg
að miðla hreinum og ómenguðum
fróðleik til þeirra sem hingað koma.
Það verður að taka tillit til fleiri þátta.
Einmitt vegna þess, hve heimur Islend-
ingasagna virðist framandlegur á okkar
tímum, er nauðsynlegt að tengja slíka
kynningu við eitthvað kunnuglegt, eitt-
hvað sem er öllum þorra ferðamanna
aðgengilegt.
Eitt er að pakka sjálfum fróðleikn-
um í umbúðir sem gestirnir hafa gaman
af. Þá gildir að tengja hann eftir föng-
um við samtímann, enda með nokkru
hugarflugi unnt að benda á ýmsar hlið-
stæður í nútímanum við það líf sem
lifað var á söguöld.
I ljósi þess að fólk hefur almennt
ánægju af söng og leik höfurn við tekið
bæði söng- og leikgyðjuna í okkar
þjónustu til að koma efninu enn betur
til skila.
Og ekki má gleyma magamálinu:
markmiðið með byggingu Söguskálans
var að gera holdinu gott á meðan gestir
væru mataðir á efni Brennu-Njáls sögu,
en sú merka saga er jú þungamiðjan í
allri starfsemi Sögusetursins.
Þannig höfum við reynt að nýta sem
allra flestar aðferðir til að koma því
efni sem um ræðir til skila og leiða
gesti okkar inn í þá spennandi - en um
leið - framandi veröld sem heimur Is-
-60