Goðasteinn - 01.09.2001, Page 67
Goðasteinn 2001
skóla þennan vetur, en skólatímanum
var skipt niður á bæina eins og þá gerð-
ist í sveitum. Einarlína átti þá heima í
Skarfanesi en ég í Lækjarbotnum hjá
foreldrum mínum. Séra Ofeigur
Ofeigsson á Fellsmúla fermdi okkur.
Við vorum tíu fermingarbörn þetta vor,
átta drengir og tvær stúlkur, Einarlína
Guðrún Einarsdóttir frá Skarfanesi og
Ingibjörg Vigfúsdóttir frá Hellum.
Drengirnir voru Fellsmúlabræður,
Ragnar og Grétar, synir séra Ofeigs
sem báðir urðu þekktir menn en þeir
voru tvfburabræður, Einar Eyjólfsson í
Hvammi, síðar kaupmaður í Reykjavík,
Halldór sonur Jóns í norðurbænum í
Hvammi, Björgvin á Hellum, síðar
bóndi í Landeyjum, Guðmundur í Flag-
bjarnarholti, Helgi Jónsson í Holtsmúla
en hann bjó síðar í Kaldárholti, og svo
var ég sá tíundi“, segir Arni.
Og hann heldur áfram: „En fyrst
man ég eftir Einarlínu árið 1906 en það
ár var móðir hennar Guðrún Guð-
mundsdóttir nýflutt austan frá Holti í
Alftaveri til Reykjavíkur. Réði hún sig
þetta sumar í kaupavinnu hjá foreldrum
mínum á Lækjarbotnum. Munu þau
hjón, Guðrún og Einar Jónsson maður
hennar, þá hafa verið búin að skipta
upp heimilinu og sennilega einnig ver-
ið búin að korna börnunum til annarra,
líklegast að skilnaður þeirra hjóna hafi
verið vegna fátæktar. Einnig minnir
mig að hafa heyrt Guðrúnu ræða við
móður mína um það að þau hafi búið
við þau eymdarkjör að ekki hafi verið
mögulegt að búa við þau lengur.“
Hér má geta þess að Einar segist
Einar Magnússon
muna að Jóna á Flókastöðum móður-
systir sín hafi sagt frá því að þegar
hungrið svarf sem sárast að þeim börn-
unum á meðan þau bjuggu í Holti hafi
þau lagst að rekatrjám og andað að sér
viðarlyktinni og fundist þau fá saðn-
ingu af því.
Arni segist ekki muna til þess að
neitt af börnum Guðrúnar hafi verið
með henni í kaupavinnunni þetta sumar
á Lækjarbotnum. Hann segist muna
Guðrúnu vel, hún mun þá hafa verið
um þrjátíu og sex eða þrjátíu og sjö ára,
hafi hún litið mjög vel út og ekki verið
farin að láta á sjá þrátt fyrir mikla ör-
birgð.
Um Guðrúnu Guðmundsdóttur
Guðrún Guðmundsdóttir var fædd
1869 í Nýja-Bæ í Meðallandi. For-
eldrar hennar voru Guðmundur Einars-
-65-