Goðasteinn - 01.09.2001, Page 70
Goðasteinn 2001
sent að Skarfanesi. Veit hann þó ekki
hvort bréfið var stílað til Einarlínu
sjálfrar eða til Finnboga og Elísabetar.
Hefði talsvert verið rætt uin þetta á
heimilinu og hefði húsbóndinn, Finn-
bogi Höskuldsson talið það rétt ráðið
að bónorði Magnúsar yrði tekið. Magn-
ús væri ungur og efnilegur bóndi. Var
málið til lykta leitt með því að árið
1914 fór Einarlína, þá seytján ára göm-
ul, að Leirubakka og gerðist húsmóðir,
eiginkona og móðir. Hún eignaðist sjö
börn en lést eftir fæðingu þess sjöunda,
16. maí 1926, þá tuttugu og níu ára að
aldri.
Minningar Einars
Einar segist muna svo ógreinilega
eftir móður sinni að allt sé mikils virði
sem bregður ljósi á hana. En hann var
aðeins átta ára þegar hún dó og var
hann þá næstelstur af systkinunum.
„Helst man ég eftir henni við að
sauma og prjóna á okkur flíkur, man ég
sérstaklega eftir vesti sem hún saumaði
á mig úr lambsskinnum og lét hrokkna
ullina snúa inn. Þá var pabbi farinn að
senda mig til kinda og hefur hún gert
þetta til þess að mér yrði síður kalt. Þá
man ég lfka eftir henni þegar við
vorum að sækja vatn norður í Vatna-
garðslæk því ekkert vatn var tiltækt
nær bænum. Þetta var alllöng leið og
var farið með hest og tunnur í vagni, þá
sat hún sjálf á vagnkjálkanum og við
tvö eða þrjú á hestinum. Hlýtur þetta
að hafa verið ótrúlega erfitt fyrir unga
konu ef litið er á það frá sjónarhóli
dagsins í dag. Mér er líka minnisstætt
atvik, þegar ég gerði eitthvert skamm-
arstrik af mér og átti hirtingu skilið, en
ég hljóp í burtu frá henni og var það
fljótur að hlaupa að hún náði mér ekki.
Ég kom mér í felur og taldi að ekki
mundi nást til mín. En svo fór ég að
hugsa um hvað mér þætti vænt um
liana mömmu og best væri að ég færi
til hennar og tæki út mína hirtingu.
Líklega hefur hún þó ekki hegnt mér
neitt, því ég man að minnsta kosti ekki
eftir neinum sársauka. Þá man ég vel
eftir því þegar hún saumaði á mig
sauðskinnskó þrjá daga í röð, en þá var
ég látinn smala suður um öll hraun og
kom heim berfættur á hverju kvöldi.
Og þá varð hún að fara að búa til skó
handa mér fyrir næsta dag. Þá hef ég
verið sjö eða átta ára og þetta verið
skömmu áður en hún dó. Þegar börn
eru á þessum aldri gera þau sér ekki
grein fyrir útliti fólks og minning mín
um hana er að því leyti ógreinileg.
Getur Arni lýst því hvernig hún kom
honum fyrir sjónir?“
Arni minnist hjónanna Einarlínu
og Magnúsar
Árni segist muna hana vel, bæði
sem barn og fullorðna konu. „Hún var
mjög efnileg kona, vel í meðallagi há
en heldur grönn, með mikið og þykkt
hár. Man ég sérstaklega eftir henni að
sumri til, líklega 1918, en það var mik-
ið grasleysissumar. Fengu þau Magnús
þá slægjur í Austvaðsholti og Lækjar-
botnum. Var þá verið í tjaldi og var
Einarlína þá með Magnúsi við hey-
skapinn. Hún kom þá oft að Neðra-
-68-