Goðasteinn - 01.09.2001, Page 73
Goðasteinn 2001
maður. Sigurður var mjög raungóður
og hjálplegur maður og nran ég vel
eftir því. Og það var Magnús sonur
hans einnig. Sigurður átti allgott bú á
Leirubakka. Átti hann talsvert af sauð-
um sem þá var talið sama og að eiga
peninga. Kona hans hét Anna Magnús-
dóttir, efniskona mikil en fremur smá-
vaxin. Hún náði ekki háum aldri, hefur
líklega verið um sextugt þegar hún
lést.“
Þá segist Árni einnig muna eftir
móður Sigurðar, Sigríði frá Skarfanesi.
Hún var þá háöldruð á Leirubakka hjá
Sigurði syni sínum.
„Man ég að ég var stundum sendur
að Leirubakka frá Lækjarbotnum þegar
ég var krakki, var Sigríður þá orðin
rúmföst og farin að heilsu en ég held
hún hafi haft fulla rænu, en ég talaði
aldrei við hana. Sigríður hafði orð fyrir
að vera hnyttin í svörum og svara vel
fyrir sig, enda hefur hún ekki átt langt
að sækja það. Guðni Jónsson magister
hefur rakið það vel í sínu máli um hana
í íslendingaþáttum að Bjarni Thorar-
ensen hafi verið faðir hennar. Guðni
Jónsson var samtíða Sigríði á Leiru-
bakka en hann ólst þar upp að miklu
leyti hjá Sigurði syni hennar og kallaði
Guðni Sigurð fóstra sinn.“
Árni segist muna eftir deginum
þegar Sigríður frá Skarfanesi var jarð-
sungin frá Skarðskirkju. „Það var
seinnipart vetrar 1911, vorið sem við
Einarlína og fleiri börn fermdumst.
Vorum við einhvers staðar saman í hóp
skólakrakkarnir. Kom þá Sigurður á
Leirubakka til okkar og segir okkur að
koma inn að fá góðgerðir en þá var
erfisdrykkja í Skarði eins og venja var.
Þetta þótti okkur rausnarlegt en við
höfum trúlega verið um tuttugu í skól-
anum. Faðir Sigurðar, Magnús Jónsson
í Skarfanesi var þá látinn fyrir allmörg-
um árum, hann lést í Skarfanesi árið
1889 og höfðu þau Sigríður kona hans
búið þar í rúm fimmtíu ár.
Magnús á Leirubakka tók við jörð-
inni af Sigurði föður sínum árið 1913
og bjó þar síðan til æviloka. Árið eftir
eða 1914 kom Einarlína til hans að
Leirubakka, þá seytján ára gömul, en
þau giftu sig 1922. Árið eftir að Einar-
lína kom sem húsmóðir á Leirubakka
fæddist þeirra fyrsta barn, Anna 1915,
þá Einar 1917, Ármann 1920, Sigurður
1922, Gunnar 1923, Hulda 1925 og
Einarlína Hrefna 1926.
Þann 16. maí 1926 tæpum þremur
vikum eftir barnsburð af sjöunda barni
þeirra hjóna lést Einarlína, aðeins 29
ára að aldri.“
Veikindi og fráfall Einarlínu
Varla er ofsagt að við fráfall Einar-
línu hafi orðið sá þverbrestur í lífi
barna hennar sem aldrei gleymdist og
setti mark sitt á líf þeirra og æskuminn-
ingar. Einari syni hennar eru minnis-
stæðir þessir vordagar sem móðir hans
var veik eftir að hún fæddi barnið.
Hrefna fæddist 26. apríl en móðir þeir-
ra deyr 16. maí. Læknar höfðu meiri
tök á því að bjarga ef ekki náðist að
losa fylgju eftir barnsburð, eins og var í
þetta skipti. Þá var mikið í húfi að
næðist í lækni. Einarlína mun áður hafa
-71