Goðasteinn - 01.09.2001, Page 75
Goðasteinn 2001
eins og hann gerði alltaf þegar veikindi
voru á heimilum. Það var eins og að
bráði af henni rétt á meðan hann stóð
við. Fylgdi pabbi honum út fyrir tún-
garð þegar hann fór. Rétt á eftir fékk
hún rnikil kölduflog. Þegar pabbi kom
til baka voru ljósmóðirin og einhverjar
konur sem voru hjá okkur á meðan hiin
lá að vefja hana í sængur og teppi þeg-
ar hann kom inn. Við krakkarnir vorum
út í hesthúsi á hlaðinu til þess að við
hefðum ekki hátt um okkur inni. En ég
fór inn í bæ og þegar ég kom inn í
ganginn heyrði ég einhverja konu
segja: „Það þarf einhver að fara út og
segja börnunum að hún sé dáin.“ Ég
fór þá út aftur og sagði systkinunum að
mamma okkar væri dáin. Ég man að
einhver okkar grétu, en önnur voru það
ung að þau skildu ekki þá umbreytingu
sem orðin var á lífi þeirra og hvað
mikið þau hefðu misst, enda held ég að
ekkert okkar hafi rennt grun í það þá.
Vilhelmína ljósmóðir á Hellum reynd-
ist okkur afar góð. Henni hefur eflaust
fallið mjög þungt að geta ekki bjargað
lífi svo ungrar konu og margra barna
móður en þekking ljósmæðra náði ekki
lengra þá.“
Samúð og hjálp sveitunga
Einar innir Arna eftir því, hvort ekki
megi fullyrða að heimilið á Leirubakka
hafi notið sérstakrar og mikillar sam-
úðar hjá sveitungunum þegar og eftir
að móðir hans féll frá svo ung að árum
frá sjö börnum. „Sjálfur tel ég mig hafa
orðið varan við það eftir að ég komst
upp, en ég var átta ára þegar móðir mín
dó, að heimilið hafi notið þessarar
samúðar áfram hjá því fólki sem mundi
þennan tíma og fylgdist með hvað
gerðist þetta vor á Leirubakka.“ I því
sambandi má geta þess að Einari er það
minnisstætt að skömmu eftir að móðir
hans var jörðuð komu hjónin í Holts-
múla, þau Jón og Guðrún að Leiru-
bakka, færði hún honum í það sinn
handprjónaða ullarsokka sem entust
honum vel, enda var hún fyrirmyndar
húsmóðir sem hann sannreyndi síðar
þegar hann var vetrarmaður hjá þeim í
Holtsmúla.
Arni segist viss um að allir í Land-
sveit hafi tekið það mjög nærri sér að
þessi unga kona skyldi deyja frá svo
mörgum ungum börnum.
„Ég var við jarðarförina, séra
Ragnar Fells hélt ræðuna í kirkjunni en
séra Ofeigur húskveðjuna heima á
Leirubakka.“ Það eina sem Einar man
sem barn úr þessum ræðum sem haldn-
ar voru yfir moldum móður hans eru
setningar sem séra Ragnar hafði í Iík-
ræðu í kirkjunni. Hann sagði: „Börnin
sitja á hólma úti í á, en straumurinn
kemur og hrífur þau með sér.“ „Þetta
skildi ég ekki“, segir Einar, „ekki sem
barn, en hugsanlega er þarna átt við
flæði tímans og ævi mannsins.“
Vel má renna grun í heimilisástæður
á Leirubakka þetta vor, húsmóðirin
horfin, börnin sjö móðurlaus. Einar
segir að áður en móðir hans var jörðuð
hafi komið boð frá Valdimari Guð-
mundssyni skipsstjóra og bónda í
Varmadal í Mosfellssveit og Elísabetu
Þórðardóttur konu hans um að þau
-73-