Goðasteinn - 01.09.2001, Qupperneq 80
Goðasteinn 2001
1703, eða hann hefur verið sonur
Snorra og Helgu, sem búa í Skarði í
Bjarnarfirði 1703.Snorri þessi bjó síðar
á Svanshóli og er við hann kenndur,
hann var talinn rammgöldróttur og eru
um hann þjóðsagnir. Hvorug þessi
tilgáta verður sönnuð, og verður hver
að trúa því sem honum þykir líklegast.
En víkjum nú að börnum hans þau
voru:
1. Þorvarður f. 1709, hann bjó fyrst
á Þorleifsstöðum, en siðar í Kollabæ í
Fljótshlíð, kona hans hét Rannveig
Jónsdóttir, börn þeirra eru talin fjögur,
meðal þeirra var Sveinn bóndi í Kolla-
bæ, faðir Þorvarðs á Kotmúla, föður
Jóns á Þorleifsstöðum, föður Böðvars
sama stað, og er margt manna frá þeim
komið. Þorvarður í Kollabæ lést 13.
sept. 1774.
2. Helga eldri f. 1710, hún giftist
Magnúsi Filippussyni bónda í Eystri
Kirkjubæ, sem var 19 árum yngri en
hún. var hans þriðja kona, þau barnlaus
enda var Helga víst nær fimmtugu
þegar þau giftust. Ekki er vitað til að
hún væri gift áður. Helga lést 27. júní
1784.
3. Sesselja f. 1711, hún giftist
manni, sem hét Höskuldur Pálsson,
hann var 27 árum eldri en hún ekkju-
maður. Þess er getið að árið 1759
bjuggu þau eða voru tómthúsmenn í
Litla-Árnagerði, voru þau þá flutt það-
an burt gegn vilja sínum, því að kof-
arnir voru að hruni komnir og hvorki
mönnum né skepmum lífvænt þar inni,
og kofarnir síðan rifnir. Árið 1762 eru
þau í húsmennsku á Flókastöðum. Ekki
er vitað til að þau hafi átt börn saman.
Sesselja lést 8. nóv. 1784.
4. Halldóra f. 1720, ekki er vitað til
að hún hafi gifst eða eignast börn, hún
er vinnukona í Vatnsdal 1762, og hún
mun vera sú sem dó á Miðhúsum í
Hvolhrepp 28. ágúst 1794. aldurinn
stendur heima.
5. Þórarinn f. 1721, hann virðist
hafa verið vinnumaður í Vestri Kirkju-
bæ, hann eignaðist tvö börn með Guð-
björgu Filippusdóttur frá Vestri-Kirkju-
bæ, síðar húsfreyju í Lambhaga, og
komst annað þeirra upp, Sveinn bóndi í
Markaskarði, hann var tvíkvæntur og
átti mörg börn, sem ættir eru frá komn-
ar, Þórarinn lést (grafinn) 23. okt.
1760.
6. Helga yngri f. 1726, hún giftist
manni þeim er hét Jón Auðunsson f.
1721, foreldrar hans voru Auðun Þor-
láksson f. 1673, síðar bóndi á Sauðhús-
velli og Ingveldur Helgadóttir f. 1699
úr Vestur-Landeyjum. Þau Jón og
Helga bjuggu f Neðradal árið 1762 og
1773 börn þeirra 1762 voru Guðrún 14
ára og Sveinn 8 ára, ekki er meira um
þau vitað, en auk þess var sonur þeirra
Þórður bóndi í Miðkoti í Þykkvabæ
f. 1766. Um Þórð í Miðkoti hafa ýmsar
sagnir gengið meðal niðja hans, svo
sem að hann hafi ungur lent á vergangi
og verið borinn í poka milli sveita í
Móðuharðindum. Hann er talinn ætt-
aður úr Vestur-Skaftafellssýslu í Vík-
ingslækjarætt, IV. bindi, bls.142. Mun
það byggt á munnmælasögnum sem
eru rangar. Ekki leikur neinn vafi á
uppruna Þórðar, sögnin um skaftfellsk-
-78-