Goðasteinn - 01.09.2001, Page 81
Goðasteinn 2001
an uppruna hans er vitleysa, Þórður var
tvíkvæntur átti 18 börn, af þeim kom-
ust 9 upp, meðal þeirra var Jón bóndi á
Strönd langafi minn. Þórður bjó á sam-
tals 8 jörðum og tvisvar á sumum, en
síðustu árin í Miðkoti í Þykkvabæ og
þar dó hann árið 1835. Helga yngri lést
í Eystra Fíflholti hjá Þórði syni sínum
6. ágúst 1798.
7. Snorri f. 1727, bóndi á Velli í
Hvolhreppi, kona var Guðrún Bárðar-
dóttir, Sæmundssonar. Sonur hans eða
þeirra hét Sveinn dó gamall, ógiftur og
barnlaus. Snorri lést 30. okt. 1770.
8. Ólafur f. 1728, hann bjó fyrst á
Reynifelli í nokkur ár, en síðar í Vallar-
hjáleigu í Hvolhreppi, kona hans var
Sigríður Gísladóttir, sonur þeirra sem
upp komst var Guðmundur bóndi í
Kraga á Rangárvöllum, ekki mun vera
hægt að rekja ættir frá honum. Ólafur
hefur sennilega flutt burt úr
Breiðabólstaðarprestakalli, óvíst hvert
því að ekki er vitað hvar eða hvenær
hann dó.
9. Sigríður f. 1730, er talin vera
dóttir Sveins og Jódísar. Hún var fyrri
kona Brands Jónssonar frá Tungu í
Landeyjum, þau bjuggu fyrst í Dag-
verðarnesi, þá í Selsundi, og síðast í
Næfurholti, sem Brandur er oftast
kenndur við. Tvær dætur þeirra komust
upp, Sigríður seinni kona Sveins
Þórarinssonar á Markaskarði, þau barn-
laus, og Sólveig tvígift, átti fyrr Eirík
Loftsson í Ketilhúshaga, síðar Magnús
Björnsson í Bolholti, frá þeim Magnúsi
er allmikil ætt. Dánarár Sigríðar er ekki
kunnugt, hún er á lífi 1770, en dáin
fyrir 1779, því að þá er Brandur kvænt-
ur í annað sinn.
Læt ég hér lokið þessari samantekt
RANGÆINGAR!
Hafið þið hugleitt að gerast
áskrifendur að Goðasteini?
-79-