Goðasteinn - 01.09.2001, Page 85
Goðasteinn 2001
Fjölgyðistrú
Asatrúin var einnig fjölgyðistrú,
menn trúðu því að guðirnir væru marg-
ir og hefðu hver sitt hlutverk. Hún á
þetta sameiginlegt með öllum eldri
trúarbrögðum, og raunar mætti segja að
enn eimi eftir af fjölgyðistrúnni í krist-
ninni með dýrlingum og helgum mönn-
um.
Tengt þessu er að ásatrúarmenn
gerðu sér líkneski af guðum sínum, rétt
eins og tíðkast hefur í flestum trúar-
brögðum heims. Þessi líkneski, stór og
smá, eru trúartákn, en einnig leið guð-
dómsins til að beina krafti sínum til
manna sem á hann trúa. Menn trúðu
því að í þeim byggi því guðlegur
kraftur - hluti af náttúrukrafti viðkom-
andi guðs. Þessum líkneskjum voru því
færðar fórnir og áheit, áköll og bænir.
Engin ástæða er til að gera lítið úr
þessum myndræna og táknbundna
þætti ásatrúarinnar eða annarra trúar-
bragða. Manninum hefur alltaf verið
eiginlegt að tákna hugsun sína í mynd-
um og áþreifanlegum táknum. Kristin
trú er rík af þessum hefðum, eins og
krossinn sýnir, en einnig fyrirbæri eins
og krossinn, altaristöflur, Maríulíkn-
eski, skírn og fleira.
Triíariðkumn
Ekki er líklegt að iðkun trúarinnar
hafi verið ríkur þáttur í lífi allra, þótt
vafalaust hafi trúarhugmyndirnar haft
áhrif sín á flesta og mótað persónu
þeirra og umhverfi. Sjálf trúariðkunin
hefur verið meira til hátíðabrigða hjá
almúganum, sem annars hafði nóg að
gera við að sjá sér og sínum farborða í
harðri náttúru. Meðal höfðingja og efn-
aðri bænda, farmanna og víkinga hefur
iðkunin þó vafalaust verið meiri í formi
beinna trúarathafna. Goðar, sem bæði
voru veraldlegir og trúarlegir höfðingj-
ar, byggðu sér gjarna hof þar sem var
líkneski af þeim guði eða guðum sem
þeir höfðu mest dálæti á, fórnarstallur
og aðrir trúarlegir hlutir. Þar gátu þeir
og heimilisfólk þeirra iðkað trú sína og
þangað gátu þeir stefnt liðsmönnum
sínum ef halda átti til átaka eða hern-
aðar.
Trúarathafnir ásatrúarmanna voru
kallaðar blót og það var kallað að blóta
goðin, þegar menn tilbáðu guði sína.
Þetta orð hefur aldeilis skipt um merk-
ingu síðan þá. Annað orð sem líka
hefur skipt um ásýnd er guð, það var til
forna hvorugkynsorð og hét goð (eitt
goð, goðið, mörg goð, goðin), enda
voru guðirnir af báðum kynjum. Eftir
að kristni komst á breytti orðið um kyn
og varð karlkyns (karlasamfélagið?) og
varð einnig fyrir hljóðbreytingu, o>u.
Nú á tímum er ákveðin hreyfing innan
kirkjunnar í gangi um að rangt sé að
festa kyn þessa hugtaks sem karlkyn,
því að guð sé ekki karlkyns vera, rétt-
ara væri að hafa það í kvenkyni, báðum
kynjum, karlkyni og kvenkyni (guðinn,
guðin) eða jafnvel í hvorugkyni (guð-
ið).
-83