Goðasteinn - 01.09.2001, Page 86
Goðasteinn 2001
/
Atök milli ásatrúarmanna og
kristinna manna
Ekki er ósennilegt að allt frá land-
námi hafi verið til kristnir menn á
Islandi, því að kristnin var farin að
festa rætur í nágrannalöndum okkar
talsvert fyrr. Auk þess er talið að
kristnir munkar hafi dvalið hér við
trúariðkanir fyrir landnám (írskir pap-
ar). Þetta hefur skapað ákveðna spennu
í samfélaginu, sem jókst svo eftir því
sem staða kristninnar á Norðurlöndum
varð sterkari á 10. öld. Einkum skipti
ástandið í Noregi miklu fyrir Islend-
inga, því að við Noreg voru mest sam-
skipti, bæði menningarlega og við-
skiptalega.
Undir lok aldarinnar jókst þessi
spenna mjög. Noregur var allur brotinn
undir kristni af konungi, og hann vildi
einnig að Island yrði kristið. Trúboðar
voru sendir hingað til lands, fyrst út-
lendir, en síðan fóru íslenskir menn að
taka þátt í þessu trúboði, en við það
varð árangurinn meiri. Hér var ekki
síður um valdabaráttu að ræða en trúar-
leg átök, ákveðnar höfðingjaættir sáu
tækifæri til að öðlast aukin völd í land-
inu með því að styðja hinn nýja sið. Og
völdin tengdust fjármálum, ekki síður
þá en nú, kristnar þjóðir vildu helst
eiga viðskipti við aðrar kristnar þjóðir,
og gat það gert heiðnum mönnum erfitt
fyrir á því sviði.
Konungi fannst þó ekki ganga nógu
hratt að kristna ísland og árið 999 tók
hann nokkra unga höfðingjasyni sem
staddir voru í Noregi í gíslingu. Við
þetta magnaðist spennan mjög og á
Alþingi árið 1000 lá við að þingheimur
berðist með vopnum. Kristnir menn
hótuðu að segja sig úr lögurn við aðra
landsmenn. Borgarastyrjöld var í upp-
siglingu með fyrirsjáanlegum blóðsút-
hellingum og hörmungum í landinu.
Foringi ásatrúarmanna á þessu þingi
var Þorgeir Ljósvetningagoði. Hann
var friðelskandi og vissi að fylgismenn
ásatrúarinnar mundu taka friðinn fram
yfir átrúnaðinn, ef þeir gætu farið með
reisn út úr þessari deilu. Með samn-
ingaviðræðum við foringja kristinna
manna fékk hann umboð þingsins til að
skera úr um deiluna. Hann lagðist undir
feld og sólarhring síðar tilkynnti hann
lausn sína: Island skyldi allt verða kris-
tið, en ásatrúarmenn fengju þó að halda
ákveðnum trúarsiðum sínum, svo sem
að blóta á laun.
Heimildir um forna trú
Fornleifar hafa fært okkur nokkrar
heimildir um trúariðkun og átrúnað,
auk þess sem íslendingasögur fræða
okkur um þá hluti. En um ásatrúna
sjálfa og þá lífssýn sem á henni byggir
er litlar aðrar heimildir en orð tveggja
fræðimanna miðalda, þeirra Sæmundar
fróða sem tók saman Eddu sína með
gömlum kvæðum af goðum og hetjum,
og Snorra Sturlusonar sem skrifaði
Snorra-Eddu til að auka skilning
manna og kunnáttu í kveðskap.
-84-