Goðasteinn - 01.09.2001, Page 89
Goðasteinn 2001
Sköpun heimsins
Aður en hinn eiginlegi jarðarheimur
varð til virðist bústaður þursa hafa
verið til. M. a. virðist Óðinn hafa búið
þar og aðrir ættfeður ása. Við skulum
nú skyggnast um þessa heima og kynn-
ast þeim lögmálum sem þar birtast eitt
af öðru og sem sýna skilning manna á
eðli og samsetningu heimsins.
I stað heimsins var í upphafi algjört
tóm, nefnt Ginnungagap. í suðurhluta
þess varð fyrst til svonefndur Mús-
pellsheimur, heimur elds, hita og birtu.
Þessa heims gætir lifandi vera, eld-
þursinn Surtur, vopnaður logandi
sverði. Auk hans búa þarna eldjötnar,
sennilega afkomendur hans, nefndir
Múspellssynir. Fyrsta náttúruaflið er
orðið til, eldurinn.
Yfir í norðurhluta Ginnungagaps
runnu hraunkvíslir eða ár sem nefndar
voru Elivogar. Eitruð kvika árinnar
kólnaði eftir því sem fjær dró upp-
sprettunni í suðri og harðnaði að lokum
og breyttist í ís. Þá varð til Niflheimur,
heimur kulda, íss og myrkurs. Annað
náttúruaflið er orðið til sem andstæða
hins fyrra.
Nálægt miðju Ginnungagaps þar
sem mættust hiti og kuldi fór að drjúpa
af berginu og bráðna. Einhvers konar
vökvi eða vatn varð til, en úr því
kviknaði lifandi vera, Ýmir, sem einnig
er nefndur Aurgelmir. Hann var hrím-
þurs og tók sér bústað nærri Niflheimi.
Þriðja náttúruaflið er komið til sögunn-
ar, vatnið, og með því lífið sjálft.
Sköpunarmáttur vatnsins heldur
áfram. Á meðan Ýmir svaf, svitnaði
hann og úr þeim svita urðu til afkvæmi
hans sem síðan gátu af sér ættir hrím-
þursa.
Úr hrímdropunum varð einnig til
kýrin Auðhumla sem vann sér tvennt
til frægðar. I fyrsta lagi runnu mjólkur-
ár úr spenum hennar sem Ýmir og
síðan e. t. v. aðrir hrímþursar lifðu á. I
öðru lagi skapaði hún á þremur dögum
Iífveru sem var allt annarrar ættar en
hrímþursar. Þetta gerði hún með því að
sleikja salt af hrímþursum sér til matar.
Þannig varð til hin fegursta vera, Búri.
Ekki er getið kvennamála hans, en
hann gat af sér son sem Bor var kallað-
ur. Bor kvæntist Bestlu, dóttur Böl-
þorns jötuns og átti með henni þrjá
syni, þá Óðin, Vilja og Vé, sem þágu
fríðleikinn frá föður sínum, en máttinn
úr móðurætt.
Óðinn og bræður hans undu illa
stjórn Ýmis á heimsmálunum. Þeir
drápu hann því. Ýmir virðist þó hafa
verið afar stórskorinn og ótrúlega
vfðáttumiki 11 að vexti, því að í blóði
hans drukknuðu allir hrímþursarnir
afkomendur hans, nema ein hjón -
Bergelmir og kona hans - sem síðan
gátu af sér nýjar ættir hrímþursa.
Óðinn og bræður hans voru afar
máttugir guðir sem var allt mögulegt.
Þeir tóku nú til óspilltra málanna.
Skrokkinn af Ými notuðu þeir til að
skapa þann heim sem við þekkjum. Úr
holdi hans gerðu þeir jörðina, úr bein-
unum björgin. Grjót og urðir urðu til úr
tönnum, jöxlum og brotnum beinum og
trén úr hári hans. Utan um jörðina var
sjórinn sem gerður var úr blóði Ýmis,
-87-