Goðasteinn - 01.09.2001, Side 91
Goðasteinn 2001
og auk þess þrjár frægar nornir, Urður,
Verðandi og Skuld sem skapa
mannkyninu örlög.
A himni er einnig ein af rótum hins
rnikla heimstrés, Asks Yggdrasils.
Þetta er mikið tré og fagurt og greinar
þess ná yfir heiminn allan og himininn
með. Rætur trésins eru þrjár og er
merkur brunnur undir hverri rót, sem
gefur trénu næringu. A himni er Urðar-
brunnur, við dómstað guðanna. Meðal
hrímþursa er Mímisbrunnur, brunnur
viskunnar. Þriðja rótin er í Niflheimi,
en þar er brunnurinn Hvergelmir.
Æsir og aðrar verur
Guðir ásatrúarinnar eru fjölmargir
séu allar ættir þeirra taldar, en aðeins
fáir þeirra voru sérstaklega dýrkaðir.
Skv. heimildum voru þeir 12 sem
mönnum bar að dýrka, auk Oðins Gafn-
margir lærisveinunurn!). Nokkuð fór
það eftir stéttarstöðu manna, efnahag,
aldri og landsvæðum Norður-Evrópu
hverjir voru vinsælastir. I Svíþjóð var
t. d. mikil rækt lögð við Njörð og Frey,
í Danmörku Oðin, en á Islandi fór allt-
af mest fyrir Þór. Sérlega athyglisvert
er að velta fyrir sér hvernig æsirnir
virðast vega hver annan upp, en einnig
fylla út í þá heild sem hver maður er
með öllum sínum hæfileikum, mögu-
leikum og einkennum.
Óðinn og Frigg
Alls staðar var litið svo á að Oðinn
væri æðstur allra guðanna. Hann var
ættfaðir þeirra flestra og skapari heims-
ins (ásamt bræðrum sínum) og tignast-
Óðinn á Sleipni. Unnið upp úr mynd í
Islensku teiknibókinni á Arnastofnun
(AM 673a, III, 4to)
ur meðal ása. Hásæti hans í Asgarði
heitir Hliðskjálf, en þaðan sér hann um
allan heim. Hann er alvitur og eftir-
lætisverk hans er að skipa þeim mönn-
um sem falla í orrustu til búsetu í tvær
hallir sínar, Valhöll og Vingólf, eftir
dauðann.
Kona Oðins og æðst allra ásynja er
Frigg, gyðja og persónugervingur
heimilanna. Hún veit örlög allra manna
og er vitrust ásynjanna.
Þór Og Sif
Elstur og göfugastur af sonum Oð-
ins er Þór sem einnig er oft nefndur
Asaþór eða Ökuþór. Hann er sterkastur
þeirra allra og þarf því oftast að berjast
við tröll og risa. Til þess hefur hann
ýmis öflug vopn, m. a. hamarinn
Mjölni sem oft er einnig nefndur Þórs-
hamar. Þór á mikinn vagn sem dreginn
er af tveimur geithöfrum, og þegar
hann ekur um loftið fylgja honum þru-
ínur (þórdunur) og eldingar, enda er
Þór oft nefndur þrumuguð. Þar sem