Goðasteinn - 01.09.2001, Síða 93
Goðasteinn 2001
Freyslíkneski úr bronsifrá Lundi í
Svíþjóð
um, enda er hún ástargyðja. Vanadís er
annað nafn hennar. Freyja er einnig
orrustugyðja, því að þegar hún ríður til
vígvallar, á hún hálfan val (látna menn)
á móti Óðni. Hún átti frægan fjaður-
ham sem hún gat brugðið yfir sig og
flogið. Freyja er gift Óði og á með hon-
um dótturina Hnoss.
Týr
Týr er sonur Óðins, hugaðastur
ásanna og var á hann heitið í orrustum.
Hann var einnig mjög vitur, en þykir
illa fallinn til að sætta ntenn. Týr er
einhentur, því að Fenrisúlfur beit af
honum höndina þegar hann var fjötr-
aður. Hann var einnig einhleypur.
Bragi 0£ Iðunn
Bragi er sonur Óðins, guð visku og
skáldskapar, mælskastur ása. Á hann
var gjarna heitið af skáldum. Kona
hans er Iðunn, en hún hefur það vanda-
sama hlutverk að gæta eplanna sem
æsir bíta af til að haldast ungir. Þessi
epli hafa greinilega nokkurt annað eðli
en eplin í Edensgarði!
Heimdallur
Heimdallur er sonur Óðins, en hann
á hvorki meira né minna en 9 mæður
sem allar voru systur. Ef til vill er hér
átt við Ægisdæturnar 9, öldur sjávarins.
Hann er mikill og heilagur, oft kallaður
hinn hvíti ás, og gætir goðanna og Bif-
rastar. Bústaður hans er á himni við
enda Bifrastar og heitir Himinbjörg.
Heimdallur heyrir og sér betur en allir
aðrir og hefur lúðuriinn Gjallarhorn, en
í honum heyrist um veröld alla, ef blás-
ið er í hann.
Aðrir guðir
Aðrir guðir og gyðjur sem nefnd eru
til sögunnar eru þessi:
Ægir, sjávarguð. Kona hans var
Rán. Höður hinn blindi, sonur Óðins,
sá er drap Baldur óviljandi. Váli, sonur
Óðins og Rindar, en hann hefndi Bald-
urs og drap Höð hálfbróður sinn. Víðar
hinn þögli (mállausi), næststerkastur
allra ása. Sága hin alsjáandi, býr á
Sökkvabekk. Eir, gyðja læknislistarinn-
ar. Gefjun, hrein mey, en henni þjóna
þær stúlkur sem deyja óspjallaðar.
Fulla, trúnaðarvinkona og þerna Friggj-
-91-