Goðasteinn - 01.09.2001, Qupperneq 94
Goðasteinn 2001
ar. Sjöfn, ástargyðja sem snýr hugum
manna til ásta. Lofn, mild og góð til
áheita, hefur ein ása leyfi til að birtast
meðal mannfólks. Vár, gyðja einkamála
og eiða. Vör, spurulust allra ásynja.
Syn, varnar óviðkomandi inngöngu í
hallir ása og inælir á þingum gegn þeim
sem henni þykir sanna mál sitt með
ýkjum eða lygum. Hlín, gætir þeirra
sem Frigg vill hlífa við háska. Snotra,
gyðja vits og háttvísi. Gná, sendiboði
Friggjar.
Loki og Sigyn
Rétt er að geta hér Loka Laufeyjar-
sonar sem dvelur með ásum, en telst þó
vart til þeirra. Hann er fríður sýnum,
sonur hinnar goðkynjuðu Laufeyjar og
Fárbauta jötuns. Loki er oft kenndur við
það versta sem menn geta nefnt, róg-
beri, flærðarfullur, slægur, skapillur,
brögðóttur. Hann kemur ásum oft í van-
dræði og svíkur þá að lokurn. Loki er
giftur Sigyn og á með henni soninn
Narfa. Með tröllskessunni Angurboðu á
hann þrjú afkvæmi, hvert öðru verra:
Fenrisúlf, Miðgarðsorm og Hel. Þá brá
hann sér eitt sinn í líki hryssu og átti þá
með graðhestinum Svaðilfara folann
Sleipni, áttfættan gæðing Óðins.
Aðrar lífverur
Af öðum lifandi verum á jörðunni en
áður hafa verið nefndar ber fyrst að
nefna nornir. Þrjár þær merkustu hafa
verið nefndar, þær Urður, Verðandi og
Skuld, en auk þeiiTa eru af goðaættum
skapanornir sem koma til hvers ný-
fædds barns og skapa því örlög. Auk
skapanorna eru til nornir af álfaættum
og dvergaættum.
Valkyrjur eru orrustugyðjur sem
Óðinn sendir þangað sem barist er til að
ákveða hver sigri og hverjir falli. Þess á
milli þjóna þær í Valhöll sem
gengilbeinur.
Alfar búa í Alfheimum, kallaðir ljós-
álfar, mjög bjartir og fagrir. Enn aðrir
álfar búa niðri í jörðunni. Þeir heita
dökkálfar og eru svartari en bik.
Dvergar kviknuðu í árdaga í holdi
Ymis, fyrst sem maðkar, en þeir Óðinn
og bræður hans breyttu þeim í mann-
legar verur og skópu þeim bústaði í
jörðu, sumum í steinum en öðrum í
mold. Dvergar gátu verið vitrir og
margir þeirra voru annálaðir fyrir
smíðahagleik. Fjórir dvergar bera uppi
himininn, þeir Norðri, Suðri, Austri og
Vestri.
Af dýrum eru þessi helst nefnd: kýr,
hestar, geitur, sauðir, uxar, svín, hundar,
kettir, hirtir, birnir, íkornar, otrar, úlfar,
hanar, svanir, ernir, haukar, valir, hraf-
nar, laxar, ormar og flugur.
Lífið eftir dauðann
Það var fjarri ásatrúarmönnum að
reikna með því að lífinu lyki við dauð-
ann. Þeir trúðu því að líkt og dauði og
eyðilegging í náttúrunni er alltaf upphaf
á einhverju nýju, þannig sé því einnig
varið um líf manna undir valdi goðan-
na. Greftrunarsiðir miðuðust við þetta.
Menn voru gjarnan lagðir í haug og/eða
efnt til bálfarar og með þeim sett það
sem þeim gæti gagnast á vegferð þeirra,
þeir jafnvel klæddir og skóaðir þannig
-92-