Goðasteinn - 01.09.2001, Page 95
Goðasteinn 2001
að ferðin gæti gengið sem best. Þótt
dauði fólks hafi alltaf hlotið að valda
söknuði og sorg, vildu fornmenn engu
síður líta á jarðarförina sem brottför úr
einum stað í annan, einkum heimi í
annan. Staðirnir sem tóku við voru þó
að áliti þeirra misjafnlega glæsilegir og
dvölin því misgóð.
Til Heljar
Sóttdauðir og ellidauðir menn eru
sendir til hinna níu heima Heljar í Nifl-
heimi. Hel er dóttir Loka, heldur
grimmdarleg og dimm á svip, blá að
hálfu, en með eðlilegum hörundslit að
hálfu. Þeir sem fara til Heljar verða
ekki heimtir þaðan fyrir en eftir ragna-
rök. Sennilega er einhver munur á
heimunum 9 eftir manngildi hinna
látnu, en lítið er um þá vitað.
Til Valhallar og Vingólfs
Til Valhallar og Vingólfs fara vopn-
bitnir menn, þ. e. þeir sem hafa fallið í
orrustum Þeir nefnast einherjar og eru
óskasynir Oðins, sem velur þeim stað í
annarri hvorri höllinni. Ekkert er þó
vitað um mun þessara bústaða eða eftir
hverju er farið um valið. Þegar einherj-
ar vakna að morgni klæðast þeir í her-
klæði og berjast og fella hverjir aðra
sér til skemmtunar. Síðan rísa þeir upp
ósárir og fara inn í Valhöll og skemmta
sér við drykkju og svínakjötsát hjá
Oðni. Oðinn sjálfur neytir þó aðeins
víns, en gefur úlfum kjötskammt sinn.
Vínið sem drukkið er í Valhöll er mjöð-
ur sem rennur úr spenum geitarinnar
Heiðrúnar. Áfengissýki er geinilega
nýrra vandamál.
Valhöll er geysistór bústaður, og
þrátt fyrir mannfjöldann er þar aldrei
þröngt. Á höllinni eru 540 dyr (eða 640
ef notuð eru stór hundruð - 120 í hverju
hundraði) og geta 800 manns (eða 960)
gengið um hverjar þeirra í einu. Ekkert
er á það minnst hvað verður um þá sem
látast í slysförum.
Afdrif kvenna
Lítið er getið um afdrif kvenna eftir
dauðann. Þó er frá því sagt að hreinar
meyjar búi hjá Gefjuni og þjóni henni.
Að öðru leyti virðist eðlilegast að ætla
að þær fari til Heljar, enda deyja flestar
konur af sjúkdómum eða úr elli, nema
þær fáu sem taka þátt í bardögum. Þær
hljóta þá að eiga vísa vist í Valhöll eða
Vingólfi.
Ragnarök
Endalokin eru ofarlega í hugum
manna, jafnt í ásatrúnni sem í öðrum
trúarbrögðum. Þótt margt sé ef til vill
líkt í trúarbrögðunum um endalokin,
hefur ásatrúin þó eina sérstöðu hvað
varðar hugmyndirnar um heimsendi.
Heimsendir er enginn endir, heldur
miklu frekar uppgjör og upphaf ein-
hvers nýs. Því má ef til vill, segja að
ragnarök ásatrúarinnar líkist fremur
syndaflóði kristninnar eða þeirri
hreinsun jarðarinnar sem önnur trúar-
brögð boða, m.a. í tengslum við nýja
öld.
-93-