Goðasteinn - 01.09.2001, Síða 96
Goðasteinn 2001
Undanfarinn
Heimsendir ásatrúarmanna nefnist
ragnarök eða ragnarökkur. Það hefst
með því að í þrjú ár verða styrjaldir
miklar um allan mannheim. Bræður og
frændur berjast og drepa hverjir aðra
og mikil óöld ríkir.
Eftir þessi þrjú ár koma önnur þrjú
þar sem ríkir mikill ofurkuldi og frost
með miklum stormum. Þetta tímabil
nefnist Fimbulvetur. Sól og tungl eru
gleypt af úlfunum sem elta þau og
halda þeim á braut og stjörnur hverfa af
himni. Jarðskjálftar skekja jörðina og
höf flæða yfir löndin. Fenrisúlfur blæs
eldi og Miðgarðsormur eitri. Himinn-
inn klofnar og eldingar ljósta jörð.
Náttúrulögmálin hafa snúist upp í and-
hverfu sína og snúast gegn goðunum
og sköpunarverki þeirra.
Orrustan mikla
Óvinir ása búast til lokaorrustu,
Múspellssynir í einni logandi bjartri
fylkingu, en jötnaliðið í annarri undir
forystu svikarans Foka. Æsir snúast
gegn óvinum sínurn með alla einherja
sér við hlið. Goðin og liðsmenn þeirra
falla hver af öðrum, Óðinn, Freyr, Þór,
Týr, Heimdallur - en einnig óvinirnir,
Fenrisúlfur, Miðgarðsormur, Foki. Að
lokum sveipar Surtur foringi eldjötna
alla jörðina eldi og brennir allan heim-
inn. Jörðin sekkur í sæ. Náttúruöflin
hafa lokið verki sínu, tortímt herrum
sínum og óvinum þeirra.
Framhaldslíf látinna
En tilveru manna er ekki lokið. Allir
menn eru eilífir og það breytist ekki
við ragnarök. Ragnarök eru aðeins
upphaf nýs tilverustigs. Bústaður Helj-
ar og Valhöll eru úr sögunni, en þeirra í
stað eru nú komnir nýir bústaðir og
nýjar viðmiðanir. Góðir menn og sið-
látir fara í góða bústaði á himnum.
Hinn besti heitir Gimlé, en aðrir Brimir
og Sindri. Illir menn fara á verri staði,
á Nástrandir eða þangað sem verst er, í
brunninn Hvergelmi. Þar dvelja svik-
arar og morðingjar. Hér hefur greini-
lega verið skipt um stefnu. Hin fornu
gildi hermennsku og vopnavalds víkja
fyrir gildum mannúðar og drengskapar.
Skyldi hér vera um að ræða áhrif frá
kristninni, eða birtist hér hinn innsti
boðskapur ásatrúarinnar?
Nýir guðir á nýrri jörð
Afdrif jarðar og goðheima eru held-
ur ekki öll. Jörðinni skýtur aftur upp úr
sjónum og með henni fulltrúum þess
göfuga úr fyrri tíma, goðunum Víðari
hinum mállausa syni Óðins og Friggjar
og Vála, syni Óðins og Rindar, þeim
sem eins dags gamall var látinn drepa
Höð hálfbróður sinn í hefndarskyni
vegna dauða Baldurs. Síðar bætast í
hópinn synir Þórs, þeir Móði og
Magni, fulltrúar aflsins. Foks koma frá
Hel tveir synir Óðins, þeir Baldur, full-
trúi alls hins besta, og Höður hinn
blindi sem vélaður var af Foka til að
drepa Baldur með mistilteini.
Þessi sex goða hópur myndar nýja
-94-