Goðasteinn - 01.09.2001, Page 97
Goðasteinn 2001
goðafylkingu, sem tekur sér bólfestu á
Iðavöllum, þar sem áður stóð Ásgarður.
Ekki er getið um neina ásynju sem
komst af, en varla mun þessi hópur
tjölga sér nema einhverjar slíkar birtist
eða þá að goðin mægist við aðrar ættir.
Ný sól verður til og gengur um sömu
stigu og sú fyrri, móðir hennar, en er
enn fegurri.
Nýtt mannkyn
1 mannheimi lifa tvær mannverur af
ósköp ragnaraka, þau Líf og Leifþrasir.
Þau nærast á morgundögginni einni og
geta af sér nýtt mannkyn. Þau búa í
fögrum fjársjóðsskógi, Hoddmímis-
holti, en afkomendur þeirra dreifast
síðar um alla jörð.
Þessi endir eða nýja upphaf er sér-
staklega athyglisverður hluti ásatrúar-
innar. Sumir hafa bent á að þarna kunni
að sjást glögg merki um áhrif kristn-
innar á ásatrúna. Það þarf þó alls ekki
að vera. Verið getur að einmitt þarna sé
að finna hið innsta eðli ásatrúarinnar,
þar sem helstu einkennin séu virðing
fyrir og fullkomin sátt við náttúruna,
manngildi og gæska ofar grimmd og
græðgi. Margt í helgisögnum ásatrúar-
innar bendir til þess, t. d. vægðarleysi
þeirra gagnvart goðunum sjálfum,
brestum þeirra, svikum og karl-
mennskutöktum, en hrifning gagnvart
fegurð, visku, friði og drengskap.
Villimennska?
Margir hafa haldið því fram að villi-
mennska og hetjudýrkun sögualdar eigi
upptök sín í heiðnum sið, en á móti
verður að geta þess að villimennska
víkinga var ekki meiri en þeirra kristnu
herkonunga sem kunnastir eru. Auk
þess er fleira líkt með vopna- og hetju-
dýrkun sögualdar og hetjudýrkun
evrópskra fornaldar- og riddarasagna
sem gjarnan byggðust á kristnum sögn-
um um væringja og riddara.
Vitað er einnig að heiðnir höfðingjar
fundu ekki hjá sér þörf til að brjóta
undir sig heilu löndin og verða ein-
valdir konungar. Þeir kusu heldur frið í
skjóli smárra samfélaga með lítilli mið-
stýringu. Valdabarátta og innanlands-
átök í stórum stíl eru heldur ekki kunn-
ust úr Islandssögunni fyrr en EFTIR
kristnitöku.
Óþarft er að kenna kristninni um
alla þá grimmd og kúgun sem tíðkaðist
í margar aldir eftir að kristni komst á
hér á landi. Á sama hátt er óþarft að
kenna ásatrúnni um vopnaskak og átök
fyrir þann tíma hér og víðar í Norður-
Evrópu. Enn fráleitara er að kenna
heiðinni trú um manndráp og hefndar-
skyldu næstu alda á eftir að hún sjálf
leið undir lok. Nærtækara væri að leita
skýringa í samfélagsgerð og ýmsum
ytri áhrifum.
-95