Goðasteinn - 01.09.2001, Síða 104
Goðasteinn 2001
eðlilegt að áin beri nafn af lit Mannsins
og heiti Bleiksá.
Þessu til viðbótar má nefna að úr
Þrídröngum um Bergþórshvol í Stöng í
Þjórsárdal er bein lína. Og svo merki-
lega vill til að stefna Bleiksárfarvegs
upp frá ströndinni liggur mjög nærri
þessari stefnu. í miðju er Steinkross á
Rangárvöllum og samkvæmt kenning-
unni sest sólin við Þrídranga um vetrar-
sólhvörf. Það sannreyndi ég sjálfur í
vetur að rétt er (sjá mynd til hægri).
Það var stórkostleg stund að sjá sólina
setjast á hafflötinn, austan við Þrí-
dranga og drangana bera við sólu, sem
síðan sökk í hafið og lokaði þar með
árhringnum.
I bókum Einars er hvergi minnst á
Bleiksárós, heldur talar hann um ós
Affals. Það hygg ég stafa af því að
honum hafi ekki verið kunnugt þetta
forna örnefni þar sem hann var gestur á
þessu svæði. Auk þessa hygg ég að það
séu æði margir sem ekki vissu þetta
fyrr en dr. Hreinn Haraldsson upplýsti
það með rannsókn sinni á Markar-
fljótssvæðinu, en sjálfum finnst mér
þetta örnefni og tengsl þess við hug-
myndakerfið falla eins og flís við rass.
Enda ég svo þessar hugleiðingar með
því að birta tilgátu nr. 63 um Rangár-
hverfið“:
Maðurinn, öxin og geirinn
Kerfi það sem að framan er rak- j
ið, var að mestu unnið úr tákn- \
máli Njáls sögu. Má cetla að það
hafi verið fœrt í letur um 1280
e. Kr. Þann möguleika ber því að
skoða áður en aðrar leiðir eru
kannaðar, að kerfið hafi orðið til
eftir daga heiðni, og að táknmál
Njálu feli í sér kristna miðalda-
speki.
Miðað við þau gögn sem nú
liggjafyrir og birt verða síðar er
önnur skýring enfaldari: Kerfið
er heiðið, uppistaða þess jafn
gömul byggð í Rangárhverfi,
bœjarstœði og landamörk voru
ákveðin í samrœmi við kerfið.
Helztu viðmiðanir kerfisins eru:
Maðurinn:: Þrídrangur, ós
Affalls (Bleiksárós), Bergþórs-
hvoll, Dufþaksholt, Stórólfshvoll,
Hof á Rangárvöllum, Steinkross,
Stöng. Þá er vafalítið miðað við
Bjólfell, Búrfell og Skeljafell, þótt
ekki séu þau nákvæmlega á lín-
unni.
Öxin:: Ós Markarfljóts (Ála),
Miðeyjarhólmur (sem ef til vill er
hinn eiginlegi Gunnarshólmi),
Sámsstaðir, Vatnsfell, Keldur,
Knafahólar, Steinkross, Rjúpna-
heiði.
Geirinn : Ós Kaldaklofsár, Stóra-
borg, Dagmálafjall, Þríhyrn-
ingur, Steinkross, Hvítárholt.
Goðasteinn á Eyjafjallajökli er
ein helsta viðmiðun kerfisins.
Hinn lárétti miðás er festur við
Ashól. Meginatriði virðist það að
-102-