Goðasteinn - 01.09.2001, Blaðsíða 112
Goðasteinn 2001
Og það er annað sem líka á sinn þátt
í því að Njála hefur orðið jafn lífsseig
og raun ber vitni. Það er fágætur hæfi-
leiki höfundar til að búa til „plott“.
Þessi gáfa tengir hann við höfunda á
borð við drottningu spennusagnanna,
Agötu Kristí. Njála beinlínis morar af
snjöllum og áhrifamiklum „söguflétt-
um“. Strax í fyrstu köflunum er Njáll
látinn búa til lævíst „plott“ fyrir Gunn-
ar, til að hann nái fé Unnar Marðardótt-
ur, frænku sinnar, af Hrúti. Og áður en
yfir lýkur eru þau ófá „plottin“ sem
Njáll er látinn smíða fyrir Gunnar, vin
sinn.
Hvernig sem við lítum á Njálu blasir
það við, að höfundurinn er snillingur í
að segja sögu. Og því fer fjarri að höf-
undur Njálu sé „húmorslaus". Þvert á
móti á hann það til að vera býsna
spaugsamur, ef ekki beinlínis gráglett-
inn á köflum. í því sambandi nægir að
nefna bardagalýsingar á borð við þær,
þegar Þorgrímur austmaður gengur upp
á skála Gunnars til að gá hvort Gunnar
sé heima, kvöldið sem hetjan er vegin.
Eftir að Gunnar hefur rekið Þorgrím í
gegn með atgeirnum, skruppu honum
fæturnir svo hann hrataði hann ofan af
þekjunni. Þrátt fyrir augljóst bágborið
ástand Þorgríms, sem er í andaslitr-
unum, lætur höfundur veslings mann-
inn svara spurningu félaga sinna um
það, hvort Gunnar sé heima, með hálf-
kæringi og léttu spaugi: „Vitið þér það,
en hitt vissi ég, að atgeir hans var
heima. Síðan féll hann dauður niður“
eins og segir í Njálu. Annað dæmi af
þessu tagi er víg Þráins á Markarfljóti,
svo ekki sé minnst á atvik á borð við
það, þegar Kári Sölmundarson er látinn
hlaupa með brugðið sverð að Koli Þor-
steinssyni, þar sem hann er að telja silf-
ur og höggva af honum höfuðið í sömu
andrá og Kolur nefnir töluna tíu. Lýs-
ingar af þessu tagi beri því vitni að
kýmnigáfa höfundar hafi verið í lagi.
Arni Magnússon handritasafnari
orðaði eitt sinn það sjónarmið að í ís-
lendingasögum væru Islendingar hafnir
á stall með heimskulegum hætti og
kostum þeirra lýst eins og þeir væru
öllum þjóðum fremri. „Framar öðrum“
bætti hann við „hefur Njálssögu author
verið blygðunarlaus þar í í mörgum
stöðum".
Nú iná vel vera að þetta hafi ráðið
nokkru um vinsældir Njálu. Þó er það
sannfæring mín - og það er kannski
ekki ýkja frumleg skoðun - að vin-
sældir Njálu sé fyrst og fremst að rekja
til þess, hversu mikið LISTAVERK
sagan er. Ég held að Einar Ólafur
Sveinsson hafi haft lög að mæla, þegar
hann lýsti Brennu Njáls sögu sem
margspakri harmsögu, „leiftrandi af rit-
snilld, ljómandi af mannviti, titrandi af
ást og hatri á mannlífinu“.
Frá upphafi vega, allt frá því að nor-
rænir menn og Keltar fóru fyrst að
sveima um birkiskóga þessa lands, hef-
ur þjóðin haft ómengað dálæti á þeim
sem kunnu að segja sögur. Sagnalistin
er fylgifiskur þjóðarinnar frá fyrstu tíð.
Hvert minnsta atvik, hver minnsta gára
á sléttum fleti hversdagslífsins, verður
góðum sagnamönnum efni í snjallan
brag eða sögu. Og þessa list sem er
J
110-