Goðasteinn - 01.09.2001, Page 116
Goðasteinn 2001
mjög góð til æfinga, og synti 1 km á
dag en það ern 40 ferðir í lauginni.
Þetta gerði ég til að ná upp þreki.
Ferðafélagi fundinn
Þá þurfti að fá einhvern ferðafélaga
með mér. Eg orðaði þetta við marga en
enginn treysti sér í þetta eða hafði ekki
tök á því. Loksins náði ég tali af vin-
konu systur minnar og viti menn - hún
var heldur betur til í þetta ævintýri.
Þessi einstaki ferðafélagi, sem ég hitti
ekki fyrr en daginn sem við héldum í
ferðina, heitir Þórunn Jósepsdóttir, köl-
luð Tóta. Hún var þá leiðbeinandi og
ráðskona á Reykjanesi við ísafjarðar-
djúp. Oft ræddum við saman í síma á
undirbúningstímanum og hvöttum hvor
aðra óspart til æfinga. Talað var um að
halda fund með okkur fyrir ferðina en
úr því varð ekki. Kynntumst við því
ferðafélögunum ekki fyrr en úti í Osló
en við vorum níu íslendingar í þessari
ferð. Fararstjóri var Kristján M. Bald-
ursson, framkvæmdastjóri Ferðafélags
Islands.
Það sýndi sig í þessari ferð eins og í
svo mörgu öðru að vilji er allt sem
þarf. í mínum huga tekur enginn ferða-
máti gönguferð fram. Það er svo af-
slappandi og notalegt. Maður skynjar
náttúruna á allt annan hátt og tekst á
við vandamálin jafnóðum og þau koma
upp og maður getur áð og litast um að
eigin ósk.
Komið til Jötunheima
Jötunheimar eru nærri miðju vegar
milli Óslóar og Þrándheims og er
svæðið að hluta til þjóðgarður. Þarna er
stórbrotið og hrífandi óbyggða- og
ljallalandslag, með dölum, heiðum,
fjallatindum og fjallahryggjum, jöklum
og stöðuvötnum. Þetta var átta daga
gönguferð þvert yfir Noreg.
Til Óslóar komum við í rigningu en
sæmilegu veðri að öðru leyti.Við tók-
uiri leigubíla að hóteli sem var rétt hjá
Karl-Jóhannsgötunni, sem er aðalgata
Óslóar. Þar gistum við um nóttina.
Morguninn eftir var farið með allt það
dót sem við máttum missa og geymd-
um á járnbrautarstöðinni Ostbanen,
meðan á ferðinni stóð. Að því búnu
fórum við að ráðhúsinu og tókum þar
rútu upp í fjöllin ásamt 12 Norðmönn-
um sem voru í sama hópi og við.
Ferðinni var heitið að Gendesheim-
skála sem stendur við austurenda
Gjendevatns sem er talið eitt fegursta
fjallavatn Noregs.Við fengum gott
veður, þó voru aðeins smáskúrir en
bjart á milli. Gaman var að aka þessa
leið upp í fjöllin í gegnum sveitir og
bæi. Margt var að sjá sem var framandi
fyrir okkur.
Um kvöldið, eftir matinn, komu allir
saman í sal og fór þar fram kynning og
reyndu Norðmennirnir að bera fram
nöfnin okkar. Misjafnlega gekk það hjá
þeim og vakti það mikla kátínu okkar
íslendinganna. A eftir fórum við í
smágönguferð eða tveggja tíma langa,
eftir að hafa farið yfir vatnið á litlum
bát. Þar var gengið og spjallað saman.
Það gekk furðu vel að spjalla við
Norðmennina þrátt fyrir litla kunnáttu
beggja í máli hinna. Morguninn eftir,
-114-