Goðasteinn - 01.09.2001, Page 129
Goðasteinn 2001
Hvað var svo annað en halda heim á
leið, til móts við kvöldhúmið. Það lá
við að það væri enn ylur í Laufatunguá
eftir hlýjan haustdag. Ég nam staðar á
syðri bakka og leit upp um landið.
Myndi ég koma hér aftur? í baksýn var
skeifulaga umgerð Laufatungna, land
sem enn átti mikla fegurð í fórum
sínum.
Sporin urðu mér létt ofan í móti. Við
Þverbrekknabrýr brá ég af fyrri leið, nú
var tækifæri tii að sækja heim sauðahús
Jóns Hjörleifssonar í Eystri-Skógum,
ég sá hvar það kirði niður á valllendis-
grundinni neðan við brekkubrýrnar.
Greið var mér gatan þangað. Húsið
hefur verið með grjóthlöðnum veggj-
um, snúið frá austri til vesturs og með
dyr á suðurhlið. Við það lágu um 40
sauðir og klæddu sig oftast sæmilega
vel þótt illa væri að þeim búið. Tóftin
stendur enn til hálfs. Engin merki sjást
um jötur. Gefið var á gadd (á skalla) og
landið þrautnýtt til vetrarbeitar. Hluta
af sauðaeign Skógabónda var haldið á
vetrum austur frá bæ. Vestanverðu við
Hofsá, í mynni Hofsárgils, er Bárðar-
hellir. Þar var sauðaból. Dreifing pen-
ingshúsa um land Eystri-Skóga vitnar
um landnýtingu að vetri. Heyskapur
handa sauðum á Þverbrekknadal var
reyttur saman í nánd sauðahúss, á gras-
flesjum út frá því í sneggju mýrarbletta
og valllendis.
Hér kom raunar fleira til en rétt það
að nýta landið. Sauðahúsið var stað-
festing þess að landið sem það stóð á
var eign Eystri-Skóga. Þverbrekkna-
dalur, brekkurnar og láglendið sunnan
undir gengu eins og geiri vestur í Iand
Ytri-Skóga og eignin var staðfest með
lögfullum sýslumannsdómi, fjölskip-
uðum.
Rökkrið var að síga yfir landið er ég
kom fram á heiðarbrúnina rétt þar sem
Dimmagil skerst inn í hana neðan frá.
A gönguleið milli Skógabæja var ýms-
um illa við að fara framhjá Dimmagili í
myrkri og lá á því reimleikaorð. Uppi
frá heiðarbrúninni er gott að líta yfir
láglendið austan frá Mýrdalsfjöllum
vestur til Drangshlíðarfjalls og suður
um haf. í nærsýn í austri horfir við
Bæjarstaðafell austan við bæinn í
Eystri-Skógum og Bjallinn suðaustan
við bæ með hákarlahjöllum Jóns
Hjörleifssonar. Lengra til austurs ríkir
Pétursey í Mýrdal yfir Iandi. Sólheima-
sandur og Skógasandur horfa við í
heild og niðri við hafið þar sem
meináin Jökulsá á sér útfall er útræðið
gamla, Máríuhlið. Þaðan var skipinu
Pétursey, djásni Skógasafns, lengi
fleytt til fiskiróðra með mikilli ham-
ingju. A Skógasandi skiptast á annars-
vegar auðnin, hinsvegar gróðursæld
fyrir atbeina manna. „Blessaður sand-
urinn, hann var fallegur eins og hann
var“, sagði gömul kona í mín eyru,
uppalin í Skógum. Sama sagði hún
raunar um Skógabrekkur sem voru að
klæðast skógi.
Sjónhringurinn hér í heiðarbrún
endar út við Vestmannaeyjar og inn til
landsins við Skóganúp og Drangs-
hlíðarfjall. Dalverpið fagra, Melrakka-
dalur, skilur á milli núps og fjalls.
Hálfgerð dauðamörk voru komin um
-127-