Goðasteinn - 01.09.2001, Page 148
Goðasteinn 2001
Er hafin lagning nýs vegar frá
Miðey suður í Búðarhólshverfi
og þaðan vestur á Affalsbakka
(norðan Ulfsstaðahverfis). Er
vegur þessi gerður einkum fyrir
atbeina Sœmundar á Lágafelli.
Búist er við að vegagerð þessi
taki mörg ár. Nokkur óánœgja er
meðal sumra bœnda út af veg-
arstœðinu, vildu láta hann liggja
fyrir austan Vatnahjáleigu suður
í Búðarhólshverfi.
Þessa viku unnu 18-26 manns (lík-
lega 7.-12. júní). Yfirverkstjóri í byrjun
var Jón Gunnlaugur Jónsson bóndi í
Björnskoti undir Eyjafjöllum. Síðar tók
Olafur Bjarnason, Eyrarbakka, við.
Þeir mældu fyrir vegarstæðinu, en að
því loknu sáu verkstjórar um daglega
vinnu, þeir Finnbogi Magnússon á
Lágafelli að austan og Guðjón Jónsson
hreppstjóri í Hallgeirsey að vestan.
Vinnutími var 10 klst á dag, 55 aurar
kaup í hreppsvegi en 65 aurar í sýslu-
vegi. Heldur þótti þetta lágt kaup en
allt þótti gott í peningaleysinu. Það
voru erfiðir tfmar og atvinnuþref.
Mæðuveikin drap sauðfé bænda,
mjólkurframleiðsla á Suðurlandi stöðv-
uð vegna slæms árferðis. Mjólkur-
verðið 25 aurar og þótti lágt. Má þá
segja að Landeyjakarlar hafi verið
furðu bjartsýnir að ráðast í þá stóru
framkvæmd sem hringvegurinn var.
Hringvegsannáll 1937-1946
Hér fer eftir stutt greinargerð um
lagningu hringvegarins frá ári til árs
samkvæmt minnisblöðum Jóhanns G.
Guðnasonar.
Vegavinnan hófst vorið 1937 og
stóð fáar vikur ár hvert. Þá er vinnu
lauk 1938 var vegurinn kominn móts
við Álftarhól. Árið 1939 náði vegurinn
suður á svokallað „Horn“, þangað sem
hann náði lengst suður fyrst um sinn.
Hefur e.t.v. verið farinn að beygja vest-
ur í Fljótsveg. Borið var ofan í veginn á
þremur bílum. Bílstjórar og bíleigendur
voru Axel Olafsson frá Steinum undir
Eyjafjöllum, Baldvin Sigurðsson Stein-
móðarbæ, V.-Eyjafjöllum, síðar ferða-
frömuður um hálendið og Páll Pálsson
frá Bakkakoti á Rangárvöllum.
Vorið 1940 í júní var vinnuflokkur
eystri kominn móts við Lágafell. Veg-
urinn suður á „Horn“ var þá orðinn
ökufær. Sá galli var á ofaníburðinum
að mölin var gróf, vantaði bindiefni.
Árið 1941 var vegurinn kominn lang-
leiðina að Vatnshól. Að vestan í Skíð-
bakkaengjar.
Um vegagerð 1942 skrifar Jóhann
þetta: „11. júní komumst við í mýrina
vestan við Vatnshólstúnið. Vestanmenn
skammt frá Kúfhóli. Peningar þá búnir,
en reyna átti að fá aukafjárveitingu,
sem mun ekki hafa fengist.“
1944 vann Jóhann ekki í veginum
en var eingöngu við að moka möl á
bíla. Árið 1945 byrjaði vegavinnan 23.
maí. Var Jóhann við að moka möl á
bíla fram í júní. 14. júlí telur annálsrit-
ari að vegavinnu sé lokið. Vinnan hafði
þá staðið óvenju lengi þetta vor. 1946
er ein malarvinna á mánaðartíma. Er
Iíklegt að þurft hafi að „yfirkeyra“
-146-